Saga - 2001, Blaðsíða 43
HIN KARLMANNLEGA RAUST
41
Konur og kirkjusöngur
Fyrst eftir að orgel kom í Dómkirkjuna og Pétur Guðjohnsen gerð-
ist þar orgelleikari og stjómandi kirkjukórsins, voru sálmamir
sem sungnir vom raddsettir fyrir ósamkyja raddir. Engar konur
sungu þó í Dómkirkjukómum í tíð Péturs, það gerðu skólapiltar
°g stúdentar. Það var ekki fyrr en eftir töluvert þref, að Jónas
Helgason, sem tók við starfi dómkirkjuorganista af Pétri Guðjohn-
sen, féllst á „að betur færi að sálmamir væru sungnir af blönduð-
u® kór" og konur fóru að syngja með í Dómkirkjukórnum.130
Ef litið er á þátttöku kvenna í opinberu sönglífi á íslandi í lok 19.
aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu var hún mest og varanlegust
í kirkjukórum landsins. Saga íslenskra kirkjukóra hefur enn ekki
verið skráð. Heimildir sýna þó að eftir að orgel bárust í kirkjur
landsins og kirkjukórar fóru að syngja reglulega við messur, urðu
kirkjukóramir yfirleitt blandaðir kórar og höfðu á að skipa konum
jafnt sem körlum.131 Það er líka eftirtektarvert að þeir sjálfstætt
starfandi kórar, sem konur sungu í, eins og samkór frú Olufu Fin-
sen, Söngfélagið í Reykjavík, hinn blandaði kór Páls ísólfssonar,
Gígjan á Akureyri og Sunnukórinn á ísafirði, æfðu kirkjutónlist og
sungu oftar en ekki í kirkjum.
Hér má spyrja af hverju konur voru liðtækar í kirkjukóra, en
entust stutt í blönduðum kómm og sérstökum kvennakórum?
Karlakórar voru pólitískt og menningarpólítískt afl. Karlakórar
efldu og styrktu tilfinningar um samstöðu, jöfnuð og bræðralag
karla á milli og mynduðu á þann hatt þann táknræna grunn sem
völd íslenskra karlmanna og völd íslensku þjóðarinnar hvíldu
(hvíla) á. Hin opinbera rödd þjóðannnar var karlkyns, ekki kven-
kyns.
Karlar voru líka valdhafar innan kirkjunnar, rétt eins og í sam-
félaginu almennt, en kirkjusöngur gegndi ekki því hlutverki að
sama skapi og karlakórssöngur að styrkja og efla veraldlegt vald
karla og þjóðar. Kirkjukórsöngur var fyrst og fremst fluttur
Hrottru til lofs og dýrðar af öllum börnum hans, konum jafnt sem
körlum.
130 Ingólfur Kristjánsson, Harpa minninganm, bls. 303-304.
131 Matthías Johannessen, Hundapúfan og hafið, bls. 192. - Valdimar Valvesson,
„Drög að söngsögu", bls. 43-47.