Saga - 2001, Blaðsíða 308
306
FRÁ SÖGUFÉLAGI
Aðalverkefni félagsins á starfsárinu var eins og áður að halda úti
tímaritum þess, Sögu og Nýrri sögu. Er þetta sjötta árið, sem sameiginleg
ritstjóm er fyrir bæði ritin. í ritstjóminni sátu Guðmundur J. Guðmunds-
son, Guðmundur Jónsson og Sigurður Ragnarsson. Forseti gat þess, að
Sigurður hefði verið ritstjóri tuttugu árganga af Sögu og þakkaði honum
sérstaklega þetta góða úthald og þá trúmennsku, sem hann hefði jafnan
sýnt Sögufélagi. Náinn samstarfsmaður ritstjómarinnar var sem fyrr
Valgeir J. Emilsson í Repró, en hann annaðist umbrot á efni tímaritanna
auk þess að sjá um prentun þeirra og annan frágang.
Ný saga kom út 3. desember 1999, og var þetta 11. árgangur ritsins. Hun
var með hefðbundnu sniði, stuttum og myndskreyttum greinum, 104 síð-
ur auk nokkurra auglýsinga, einkum um nýjar sagnfræðibækur. Meðal
efnis í Nýrri sögu 1999 var grein eftir Helgu Kress um skriftamál Ólafar
ríku, grein eftir Ónnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur um matseljur og kost-
gangara í Reykjavík og Sverrir Jakobsson skrifaði um Harald hárfagra.
Ritstjóm tímaritanna tók með góðum fyrirvara ákvörðun um það, að
Saga 2000 yrði með sérstöku sniði í tilefni af því, að öldinni 20. var að ljúka
og ennfremur vom liðin 50 ár frá því að Saga hóf göngu sína. Akvörðun
um útgáfu tímaritsins var tekin á stjómarfundi 15. apríl 1950 og formál-
inn var dagsettur í júlí sama ár. Hefur því fyrsti árgangur Sögu væntan-
lega komið úr prentsmiðju síðsumars 1950. Síðan sagði forseti það óráðna
gátu, af hverju ártalið 1949 er á titilsíðu.
Ákvörðun ritstjórnar um Sögu 2000 fól í sér, að heftið yrði helgað ís-
lenskri sagnaritun á 20. öld og „tækifærið nýtt til að gefa lesendum yfirlit
yfir það markverðasta sem skrifað hefur verið um sögu íslands frá því að
nútímasagnfræði varð til", svo að vitnað sé orðrétt í Sögu 2000 og ritstjóm-
in bætir því við, að upphafs nútímasagnfræði sé að leita um aldamohn
1900, „þegar fyrstu háskólasagnfræðingamir tóku að hasla sér völl". Kit-
stjómin fékk ellefu sagnfræðinga til þess að skrifa þetta yfirlit og skiph
verkum með þeim efhr tímabilum og efnissviðum. Skyldu þeir „greina
frá helstu söguritum, úr hvaða jarðvegi þau spretta, grundvallarviðhorf-
um eða söguskoðunum, sem þar birtast, viðfangsefnum þeirra og aðferð-
um sagnaritaranna". Þegar þessir ellefu sagnfræðingar höfðu lagt grunn
að greinum sínum, var efnt til ráðstefnu í Reykholti í Borgarfirði á vegum
Sögufélags og Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands, þar sem ræða skyldi
verkefni höfundanna ellefu. Bar ráðstefnan yfirskriftina: íslensk sagnfrxði
við árþiisundamót. Sýn sagnfræðinga á íslandssöguna. Höfðu ellefumenning-
amir framsögu hver um sitt efni, en fengnir voru jafnmargir umsagnar-
menn hl þess að koma fram athugasemdum. Ráðstefnu þessa sóttu á milú
40 og 50 manns og varð af hin besta samvera og beha tímarit.
Auk hinnar sérstöku efnisskipunar í Sögu 2000 ákvað ritstjómin að lata
hanna nýtt útlit Sögu, og var Emil H. Valgeirsson hönnuður fengmn til
þess ásamt Valgeiri föður sínum. Var því nú horfið frá því útliti, sem ver-