Saga - 2001, Side 101
UNGBARNA- OG BARNADAUÐI Á ÍSLANDI1771-1950 99
þau böm sem deyja á fyrsta mánuði miðað við 1000 lifandi fædd börn, (2)
dánartíðni bama 1-11 mánaða (post-neonatal mortality), reiknuð á sama
hátt.
Smábörn taka hér til aldursflokksins 1-4 ára. Smábamadauði (early child-
hood mortality) reiknast vanalega af 1000 börnum í hverjum aldursflokki.
Oft reynist örðugt að komast að því hve fjölmennur hver aldursárgangur
er. Þegar til kastanna kom sýndi það sig að sóknarmannatöl úrtakskall-
anna (sjá upptalningu á þeim á bls. 56) voru ekki færð nógu reglulega á
þessum áratugum til þess að unnt væri að ákvarða fjölda þeirra sem vom
á lífi í hverjum aldursárgangi {population at risk). Þess vegna var farin sú
leið að meta bamadauðann út frá áætluðum fjölda smábarna á hverjum
hma í úrtaksköllunum. Sem dæmi má nefna að aldursárgangurinn árið
1800 var metinn þannig að frá samanlögðum fjölda fæddra bama á árun-
um 1796-99 var dreginn fjöldi dáinna ungbarna á þessu fjögurra ára bili,
eins árs bama árin 1797-99, tveggja ára bama 1798-99 og þriggja ára bama
árið 1799; þessi reikningur gerir ekki ráð fyrir neinum fólksflutningum inn
°g út úr prestaköllunum og er því einungis hægt að líta á hann sem grófa
áætlun. Vegna þess að útreikningamir gerast ónákvæmari eftir því sem
hörnin verða eldri, og líkur aukast á því að þau hafi flutt úr heimabyggð
suini, var engin tilraun gerð til að meta dánartíðni eftir að böm náðu fimm
ára aldri.
Heimildaskrá
Óprentaðar heimildir
hjóðskjalasafn íslands, ÞÍ
~ BPS- C. VI. Skýrslur um fædda, gifta og dána 1838-70.
~ ^anntöl 1762,1850,1880 og 1920.
~ Skjalasafn landlæknis. Ársskýrslur lækna.
~ hhjalasafn landshöfðingja. Yfirlit yfir gifta, fædda, dána, aldur kvenna er börn
fæddu, svo og yfir fermda, 1872-1901.
Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl. V.l. Eyvindarhólar, Steinar og
Skógar, VI.9. Hruni, VI.14. Mosfell, VII.2. Útskálar, Hvalsnes og Kirkju-
vogur, VII.4. Garðar á Álftanesi (og Bessastaðir), VIII.7. Reykholt og
Ás, og XVIII.7. Möðmvallaklaustur.
^uý Kristín Hermansen, „Byggð undir Eyjafjöllum 1768-1907 , BA-ritgerð í
sagnfræði við Háskóla íslands 1993, Landsbókasafni íslands - Háskóla-
bókasafni.