Saga - 2001, Blaðsíða 280
278
RITFREGNIR
landbúnaðar, fiskveiða, mannlífs og menningar,, sveitarstjómar, verslunar
og þéttbýlismyndunar frá 1700-1918 er svo rakin í sérstökum köflum.
í síðara bindinu er fjallað um upphaf þéttbýlismyndunar, fyrst á utan-
verðu nesinu þar sem til varð vísir að þéttbýli bæði á Skálum og í Heiðar-
höfn en hvorugt komst á legg. Eftir það er saga þéttbýlisins á Þórshöfn
langsamlega fyrirferðarmest eins og gefur að skilja. Þar er sagt frá mann-
fjöldaþróun og húsbyggingum, reynt að fanga bæjarbraginn frá fullveld-
isárinu og skyggnst inn í stoðkerfi samfélagsins, stofnanir þess og fynr-
tæki. Síðan rekur hvað annað, hafnargerðin, þróun atvinnulífsins, sveitar-
stjómarmál, mennta- og menningarmál, kirkjan, stríðsumsvif og slys<
samgöngur og heilsugæsla á Langanesi.
Hér er aðeins um að ræða upptalningu á helstu þáttum verksins en ef
til vill væri einfaldast að lýsa efni Langnesingasögu með því að segja hvaða
þætti úr sögu byggðarlagsins er þar ekki að finna. Svo virðist sem þar se
einungis hægt að nefna dómsmál en um þau er lítið sem ekkert fjallað-
Hér er á ferðinni algjört brautryðjandaverk þar sem nær ekkert hefur
verið ritað að marki um sögu Langaness til þessa. Rannsóknin er því aug
ljóslega í afar ríkum mæli byggð á frumheimildum, ekki síst opinberum
skjölum úr söfnum andlegra og veraldlegra yfirboðara Langnesinga í
anna rás.
Það vekur því raunar nokkra furðu að tekist hafi að vinna verkið á jafu
skömmum tíma og raun ber vitni. Höfundur var ráðinn til verksins ar
1996 og rúmum fjórum árum síðar liggja eftir hann tvær efnismiklar bffik
ur um sögu Langnesinga. Ekki sér þess samt stað í verkinu að þar ua
verið farið of geyst. Þó Langnesingasaga sé ekki laus við ritvillur fann sa
sem þetta skrifar afar fá dæmi um slíkt. Úr fyrra bindinu má nefna
„sjávabakkann" (bls. 97), „dálítiðið" (bls. 251) og „Arnlóts" (bls. 319) en
úr því síðara „með volgu vati" (bls. 104), „skyldi leiðir" (bls. 106) og ,/Sam
eignleg" (bls. 108). .
Þá rakst undirritaður aðeins á eitt dæmi um að staðreyndir hefðu sK
ast til en það er þar sem talað er um „Skriðu í Reykjadal" í Suður-Þingeý)
arsýslu. Skriða er ekki í Reykjadal og í dag er Skriðuhverfið í Aðaldae ^
hreppi. Þarna er sennilega á ferðinni misskilningur sem stafar af þvl
áður fyrr voru hreppamörk á þessum slóðum talsvert önnur en Skriða v
þá í Helgastaðahreppi sem svo hét og dró nafn sitt af Helgastöðum^
Reykjadal. Það ber vissulega að taka það með fyrirvara að sá sem þetta
ar hafi ekki komið auga á aðrar staðreyndavillur þar sem hann er
alls ekki
at-
staðkunnugur á Langanesi. Hins vegar má draga ályktanir af þeim ^
hugasemdum við fyrra bindi Langnesingasögu sem fram koma í ÞV1 s.
ara (bls. 405). Það sem þar er tiltekið og telst á ábyrgð höfundar eru
ur fremur smávægileg atriði og getur það ekki bent til annars en harrn
vandað mjög til verksins.
Eini tilfinnanlegi gallinn sem hægt er að telja á Langnesingasögu
Friðriks