Saga - 2001, Blaðsíða 216
214
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
ranglega eftir Astrid Friis, að íslenskir sagnfræðingar16 hafi talið að einok-
unarverslunin hafi stuðlað mjög að hnignun íslands. Af samhenginu má
auðveldlega álykta að Jón Aðils hafi verið ábyrgur fyrir þessari skoðun.17
Án þess að skýrt komi fram að verið sé að breyta um umræðuefni, að
hætt sé að vitna í skrif Astridar Friis, koma höfundarnir, Gamrath og
Ladewig Petersen, með eigin hugmyndir um „hnignun íslands" á einok-
unartímanum. Þeir telja að danskir kaupmenn hafi eitthvað grætt a
versluninni við ísland en hins vegar hafi danska krúnan ekki haft þennan
gróða í huga við skipulagningu verslunarinnar heldur aðeins hag íslands,
að tryggja íslendingum nauðsynjavörur á hæfilegu verði.
Þeir Gamrath og Ladewig Petersen nefna það sem dæmi um góðvild
konungs að hann hafi viljað hindra að erlendir kaupmenn, enskir eða frá
Hamborg, gætu misnotað stöðu sína á íslandi til að græða þar. Sem sagt:
Það er allt í lagi með danskan gróða en ekki enskan eða þýskan.
Hér er auðvitað um goðsögn að ræða sem ekki er hægt að styðja með
fyrirliggjandi heimildum. Ekki er hægt að greina þar neitt annað en við-
horf kaupskaparstefnunnar, merkantílismans, að hagnaðurinn skuli
renna til þegna konungsins en ekki útlendinga.18
Árið 1997 kom sameiginlega út á vegum ríkisskjalasafnanna í Kaup-
16
17
18
Astrid Friis ræðir um „mange islændinge". Gamrath og Ladewig Petersen
segja að Friis hafi rætt um „islandske historikere".
En eins og áður er komið fram minnist Friis hvergi á Jón Aðils í króníku
sinni. Texti þeirra Helges Gamraths og E. Ladewig Petersens frá árinu 1980
um fyrrgreinda bók Jóns Aðils er þessi í óstyttu formi: „Islandshandelen
behandles af J. Adils: Den danske monopolhandelen pá Island 1602-1787
(1926-1927); overfor islandske historikers betoning af monopolhandelens
betydning for Islands materielle og politiske tilbagegang har Astrid Friis
fremfort en række andre Srsagsmomenter: Fiskebestandens vandringer og
det engelske og hollandske havfiskeris voldsomme expansion i Nordsoen
og pá Newfoimdlandsbankeme skabte ikke blot en overmægtig konkur-
rence for Islands hovederhverv, men medforte ogsá, at fiskpriseme ikke
fulgte periodens voldsomme stigninger for brodkorn som Island mátte
importere (Stokfisk og Rundet&rn (1961)). Selvom Islandshandelen uomtvist'
ligt gav de involverede danske kobmænd solide fortjenster, lá den danske
regerings hovedbesræbelser i at sikre Island de nodvendige vareforsyn-
inger til rimlige priser, og i at hindre fremmede - engelske, hamburgske -
kobmænds misbmg i profitojemed"
Samanber áðumefnda grein „Saga íslands í dönskum yfirlitsritum", W*-
3-4. Það var Kristján IV sem kom á einokunarversluninni árið 1602 og r1’^
konungs fyrir innleiðingu hennar vom einfaldlega þau að þessi gróðavsen
lega verslun skyldi flytjast í hendur þegna konungsins. Lovsamling for /sM11 '
Förste Bind (Kjöbenhavn, 1853), bls. 139.