Saga - 2001, Blaðsíða 178
176
HERMANN PÁLSSON
hann gæti Gissur yfir komið."8 í Apavatnsför ber Sturla sig sam-
an við Gissur og víkur þá snögglega að þeim ótta sem hann taldi
sér stafa af þessum frænda sínum: „En mér þykir sem þá séu allir
yfirkomnir, er þú ert, því að eg uggi þig einn manna á Islandi, ef
eigi fer vel með okkur."9 Nokkru fyrr leggur Sighvatur svofelldan
spurdaga fyrir Má kumbalda, fornvin Sturlunga: „Hve lengi mun
haldast ofsi sjá hinn mikli er Sturla hefir umfram alla frændur
vora?" Mávi þykir líklegt að hann muni haldast lengi, og spyr
Sighvat hversu honum segði hugur um þetta. Sighvatur svarar:
„Ekki kann eg til slíks að sjá, enfá eru óhóf alllangæ. En þó má vera
að þetta sé langætt, ef hann drepur eigi brátt fæti, en ef hann drep-
ur, þá mun hann drepa eigi sem minnst."10 Hér er spádómur í
fólginn; handan við orð Sighvats grillir í gerðið á Örlygsstöðum.
Frásögn Sturlu Þórðarsonar af högum Gissurar árið 1237 getur
þess að hann „gerðist höfðingi mikill, vitur maður og vinsæll. Þá
hafði hann átta vetur og tuttugu." Síðan er skotið inn lýsingunni
á ofsa Sturlu Sighvatssonar sem hér var þegar getið og áður en
myndin af Gissuri birtist:
Gissur var meðalmaður á vöxt og allra manna best á sig kom-
inn, vel limaður, snareygður, - og lágu fast augun - og skýrleg-
ur í viðbragði, betur talaður en flestir menn hér á landi, blíðmæltur
og mikill rómurinn, er.gi ákafamaður og þótti jafnan hinn drjúg-
legasti til ráðagerðar. En þó bar svo oft til, þá er hann var við
deilur höfðingja eða venslamanna sinna, að hann var afskipta-
lítill, og þótti eigi víst hverjum hann vildi veita. Hann var
frændríkur, og flestir hinir bestu bændur fyrir sunnan land og
8 Sama rit, bls. 402. - Lýsingin á Gissuri sjálfum kemur rétt í hælana á þess-
um dómi um Sturlu Sighvatsson. Naumast gat það talist heillavænlegt að
dóttir hins ofsafengna manns giftist Eyjólfi ofsa.
9 Sama rit, bls. 414.
10 Sama rit, bls. 411. - Skáletraða spakmælið er af lærðum toga; það á raetur
að rekja til rómverska höfundarins M. Valeri Martialis, Epigrammaton, libef
VI 29, 7: Immodicis brevis est ætas ,Óhófsmönnum er aldur skammur.
Spakmælið kemur einnig fyrir í Hrafnkels sögu „Skömm er óhófs ævi /
Hrafns sögu Sveinbjamarsonar: „Skömm em óf öll þessa heims" og Máls-
háttakvæði: „Skammæ em ófin öll". Sjá Hermann Pálsson, Úr hugmynda
heimi Hrafnkels sögu og Grettlu, bls. 18-25.