Saga - 2001, Blaðsíða 196
194
HERMANN PÁLSSON
En er Sighvatur djákni sá þetta, þá lagðist hann ofan á nafna sinn
og var þar veginn,40
Þrjú önnur fomrit lýsa svipaðri sjálfsfóm og Sighvatur djákni
hlaut frægð fyrir, og skal þá fyrst geta Víga-Glúms sögu, enda
hafa menn löngum talið að þeir Glúmur og Sighvatur séu að ein-
hverju leyti skyldir. í frásögninni af bardaganum á Hrísateigi er
slíks bragðs sérstaklega getið: Svo bar að, er Glúmur hopaði, að
harm lá fallinn, „en þrælar hans báðir lögðust á hann ofan og voru þar
stangaðir spjótum til bana."41 Þriðja dæmið um slíka hreysti er í
Knýtlinga sögu: Og er menn Valdimars konungs sáu að hann var
fallinn, „þá lögðust þeir á hann ofan og voru þar saxaðir", en Valdimar
konungur komst við þetta undan.
í tveim ritgerðum sem Einar Ólafur Sveinsson tók saman á of-
anverðri ævi um drottinhollustu og dróttir að fornu,42 getur hann
sérstaklega um þessar þrjár íslensku frásagnir af mönnum sem
fóma lífi sínu með því móti að leggjast ofan á fallinn kappa og
vemda hann svo við spjótalögum og höggum; en hins vegar láð-
ist honum að nefna einu íslensku hliðstæðuna sem fer eftir til-
tekinni latneskri fyrirmynd. í fjórða kafla Breta sagna er stutt
ágrip af þættinum um þá Euryalus og Nisus í Eneasarkviðu
Virgils (IX, 176.-449. línur) Þar hagar svo til að Euryalus fellur í
grimmri orrustu. Síðan kemur Nisus á vettvang, örmagna af sókn
að Sighvatur rifjar upp þá alkunnu hugmynd um kurteisi að menn eigi að
talast við þegar fundum þeirra ber saman á fömum vegi. Hér skal fyrst
minnast Hugsvinnsmála, en latneska fyrirmynd þeirra, Disticha Catonis,
munu þeir Sturla Þórðarson og leiðtogar beggja herja hafa lesið í æsku:
„Bragna hvem / er þú á brautu finnur, / kveð þú hann kunnlega. / ófróð-
ur er sá / er einskis spyr, / ef finnur að máli mann" (6. er.). - í Vatnsdælu
hefur verið barist heilan dag, og þó vita hvorugir við hverja þeir eiga. ha
spyr annar leiðtoginn: „Hverjir eru þessir menn er við oss hafa barist i
dag? En það er ósiðlegt að menn hafast eigi orð við." Sighvatur var maðttr
kurteis og lét sér annt um siðgæði jafnvel á banastund. - „Það má eg eigi
nýta að hafa eigi orð við menn sem eg hitti á leiðinni." Örvar-Odds saga<
bls. 247.
40 íslendinga saga, bls. 433-34
41 Víga-Glúms saga, bls. 77
42 Einar Ól. Sveinsson, „Ek ætla mér ekki á braut", bls. 48-58. - „Drottrnholl'
usta". Gripla II, bls. 188-90.