Saga - 2001, Blaðsíða 244
242
RITFREGNIR
sagt að villa væri galdur. Lútherska var sannarlega alvarleg villa séð af
sjónarhóli kaþólsku kirkjunnar og öfugt.
Ólína bendir á áhugaverðan mun á því hvort galdur feli í sér samning
við djöfulinn í þjóðtrú annars vegar og skilgreiningu yfirvalda hins veg-
ar. Hún samsinnir erlendum fræðimönnum um að ekki hafi farið saman
ákæru- og sakarefni, þar sem yfirvöld túlkuðu „meinlausa galdra" (bls.
201) sem samning við djöfulinn eftir „áróðri" kirkjunnar (bls. 218) og
dæmdu eftir því. Þetta má allt eins túlka á þann hátt að vegna þess að lög-
in, sem voru kristileg (en þó veraldleg, eftir siðaskipti), hafi verið byggð a
þeirri hugmynd að eina yfimáttúrulega aflið sem til var, auk guðs, væn
djöfullinn. Allt fikt við hið yfimáttúrulega, sem ekki tengdist guði (kirkj-
unni) hafi því, eðli málsins samkvæmt, verið djöfullegt. Þannig var engm
spuming um „meinlausan galdur." Allur galdur hlaut að vera hættuleg-
ur og tengjast djöflinum. Almenningur hlýtur að hafa skilið þetta, annars
hefði hann ekki kært. Kærandi vissi að á þessum forsendum yrði dæmt -
galdur var kolólöglegur. Þama er ekki endilega misræmi á ferðinni, en
eins og Ólína bendir á hafa lærð viðhorf haft áhrif á alþýðutrú en það var
þeim líka ætlað. Það er ekkert sem skýrist við lesturinn varðandi þessa
spumingu og höfundur leitast ekki við að skilja sjónarmið eða vinnuað-
ferðir yfirvalda, en virðist áfellast þau fyrir að hafa ekki tileinkað ser
vemdunarsjónarmið rómantíkurinnar gagnvart „þjóðlegri menningu' ■
Þess gætir of mikið í Brennuöldinni að ekki sé greint skilmerkilega milb
ólíkra tíma, stofnana og hugtaka þegar fjallað er um kirkjumál. Þegar rætt
er um iðran Ara nokkurs Pálssonar árið 1681 er vitnað í Kristnidómsbálk
Jónsbókar (1281) til að skýra hugtakið (bls. 138) Þarna virðist gleymast að
iðrunar- og yfirbótahugmyndir voru einmitt eitt af því sem mótmælend-
ur og kaþólikka greindi á um. Einnig yfirsést höfundi í niðurstöðum að
gera greinarmun kaþólsku kirkjunni og mótmælendakirkjunum (bls-
315):
Það er einungis með samstilltu átaki andlegra og veraldegra yfirvalda
- þegar hugmyndir kirkjunnar verða virkar í framkvæmd, annarsvegar
fyrir tilstuðlan dómstóla, hinsvegar með þátttöku almennings - sein
fjandinn losnar úr viðjum sínum.
Um hvaða kirkju er verið að tala? Hugmyndafræðin sem hefur verið rak
in er söguleg og langmest kaþólsk. Atburðimir, sem fjallað er um, áttu ser
stað á 17. öld í ýmsum löndum. Og hverjar vom „hugmyndir kirkjunn
ar"? Það er ljóst að refsingar fyrir trúar- og siðferðismál tóku stökkbreyt
ingum við færslu andlegra mála yfir til veraldlegra yfirvalda, sem ger(^
í okkar heimshluta við siðaskiptin. Klerkar héldu áfram að taka þátt íLn
skurði í sumum málaflokkum, en dómsorð var alltaf samkvæmt vera
legum lögum. Rannsóknarrétturinn varð heldur ekki alræmdur fyrr
eftir þann tíma í kaþólsku löndvmum, en þar sáu veraldlegu yfirvo
einnig um aftökur (sbr. Edward Peters, The Inquisition, 1989, og Henry