Saga - 2001, Blaðsíða 191
Á ÖRLYGSSTÖÐUM
189
á vegginum, og er það ein af þeirra örvum, og skal eg skjóta henni
til þeirra. Er þeim það skömm, efþeirfá geig afvopnum sínum."77
Síðasti maðurinn sem höggvinn var á Örlygsstöðum, var böðull
sjálfur, rétt eins og brátt verður getið. Sturlu Þórðarsyni farast orð
á þessa lund:
Þá var til höggs leiddur Hermundur Hermundarson. Hann var
manna best hærður og mælti, að hann vildi kneppa hári sínu,
svo að það yrði eigi blóðugt. Og svo gerði hann. Hann horfði í
loft upp, er Geirmundur þjófur vá hann. Klængur fékk hann
til.zs
Hermundar er fyrst getið í fylgd með Sturlu Sighvatssyni þegar
hann fór að Vatnsfirðingum í Hundadal og þá lét hann Hermund
gegna hlutverki böðuls:
Hermundur sneri sér að Snorra Þorvaldssyni, og sveiflaði til
hans með öxi, og kom á hnéð, svo að nær tók af fótinn. Hann
hrataði af garðinum og kom niður standandi, og varð undir
honum sá hluti fótarins er af var höggvinn. Hann þreifaði til
stúfsins og leit til og brosti við og mælti: ,Hvar er nú fóturinn
minn?'29 [Þeir Sturla létu Snorra horfa á meðan lífið var murkað
ur Þórði bróður hans, en það gerði Þormóður valskur]. Her-
mundur snaraði þá fyrir garðshornið með reidda öxi og þar að
er Snorri sat. Hann brá upp hendinni og mælti: ,Högg þú mig eigi,
eS vil tala nökkuð áður.'30 Hermundur hafði hið sama riðið og hjó
a hálsinn, svo að nær tók af höfuðið, svo að eigi hélt meira en
reipshaldi. Annarri hendi hjó hann til.
27 Sjá Heiðarvíga sögu, bls. 280 og 303, og Brennu-Njáls sögu, bls. 187. - Rétt
eins og ég benti á í kverinu Uppruni Njálu og hugmyndir, bls. 83, þá er hér
um að ræða hugmynd sem rakin verður aftur til dæmisagna Esóps.
Latneskt spakmæli eftir Publius Syrus lýtur að slíku tilviki: Bis interimitur
tut su,s armis perit: „Sá þolir tvöfalda tortímingu sem er veginn með eigin
vopnum."
28 íslendinga saga, bls. 438.
2^ bóthögg og spurdagi minna á atvik í Brennu-Njáls sögu, bls. 158: Kol-
skeggur hjó fótinn undan Kol, sem stóð nokkra stund á hinn fótinn og leit
a stúfinn. Kolskeggur mælti: „Eigi þarftu á að líta, jafnt er sem þér sýnist:
af er fóturinn."
20 Að þessum merkilegum orðum verður síðar vikið.