Saga - 2001, Blaðsíða 125
ENDURSKOÐUN FRÍHÖNDLUNARLAGANNA
123
völduni því jafnan margvíslegar kærur út af svona málum. Eftir
útgáfu fyrrnefndra aukatilskipana (1792-93) var furðu lengi um
það deilt hvort kaupmenn mættu starfrækja fisksöltunarstoðvar
utan sjálfra verslunarstaðanna og vöruflutninga þangað og þaðan
°8 þá með hvaða takmörkunum, þótt þetta væri skilmerkilega
leyft í ýmsum ákvæðum fríhöndlunarlaganna frá 1786-87.
Þetta síðastnefnda viðurkenndi nefndin er hún minnti á, að í fri-
höndlunarauglýsingunni, 18. ágúst 1786,18. gr., og í verslunartil
skipuninni 13. júní 1787,1. kap. 14. gr. og II. kap. 9. gr., væri t.d.
ekki aðeins leyft að skip tækju við útflutningsvörum hvar sem
v*ri á ströndum landsins, utan kaupstaða og úthafna, heldur
vaeri mönnum ennfremur heitið þar viðeigandi styrkjum til að út
vega sér skútur eða önnur hentug skip til vöruflutninga með
ströndum fram. Nefndin taldi t.d. vöruflutningana milli Vest
nrannaeyja og Dyrhólaeyjar afar mikilvæga og æskilegt væri að
kaupmenn aðstoðuðu bændur þannig víða annars staðar þar sem
sjóflutningum yrði við komið. Hvorttveggja væri að búnaður
landsmanna til flutninga, jafnt á sjó sem landi, væri yfirleitt ærið
bágborinn og aðallega væri um þungar og fyrirferðarmiklar vör-
ur að ræða er flytja þyrfti, svo sem kornvöru, timbur, jám, stein-
kol, tjöru, fisk, lýsi, tólg og ull. Kaupmenn sem hefðu heppileg
skip fyrir slíka flutninga og notuðu hentugan tíma til þeirra ættu
auðveldlega að geta sinnt þeim. Þeir sem ekki sæju sér hag í því,
8erðu það þó að sjálfsögðu ekki en hefðu þá ekki heldur ástæðu
að hafa uppi kærur og kvartanir gagnvart þeim fyrrnefndu, ef
farið væri í öllu eftir gildandi lögum og reglum, enda yrðu hlut-
aðeigandi yfirvöld að hafa vakandi auga með því. Að lokum vís-
aði nefndin til svipaðrar afstöðu Rentukammers í bréfi til stiftamt-
manns 2. febrúar 1833. En hér gætti áhrifa frá því aukna frjálslyndi
sem tekið var að ryðja sér til rúms í innanlandsviðskiptum í Dan-
mörku sjálfri.29
29 RA. Rtk. 2411, 132. Álitsgerð verslunamefndar, bls. 68-75. - Rtk. til stift-
anrtmanns 2. febrúar 1833, Lovsamling for Island X, bls. 253-55. - Sigfús
Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 391-428,621-52. - Vagn Skovgaard-
Petersen, Danmarks historie V, 1814-64, bls. 75-77.