Saga - 2001, Blaðsíða 14
12
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
list staðfesti annaðhvort hugmyndir og gildi ríkjandi valdhafa eða
ögraði þeim og ógnaði. Yfirvöld þyrftu því sífellt að vera á varð-
bergi gagnvart þeirri tónlist sem vinsæl væri, ný tegund tónlistar
væri fyrirboði breyttra stjómhátta. í huga Platons var tónlist ein af
mikilvægustu kennslugreinimum, því ef rétt væri á haldið, væri
hún ein tryggasta aðferð valdhafa til að viðhalda sínum sessi.12
Fræðimenn vísa einnig til franska heimspekingsins Jeans
Jacques Rousseaus, en hann ritaði töluvert um tónlist, um merk-
ingu hennar og menningarpólitískt hlutverk. Rousseau varpaði
fram þeirri skemmtilegu kenningu að hið upprunalega timgumál
mannsins hefði verið söngur. í fyrstu, sagði Rousseau, tjáði mað-
urinn hugsanir sínar og tilfinningar, löngun og þrár, í söng. Það
var í söng, sem maðurinn fann fyrst til samkenndar og samvit-
rrndar við aðra menn. En það er einmitt sá eiginleiki mannsins að
finna til með öðrum sem gerir hann mennskan. Rousseau trúði
því líka að siðferðistilfinning manna hefði fyrst verið tjáð með
söng, að fyrstu lög mannlegs samfélags hefðu verið sungin.13
Hið talaða mál þróaðist síðan, segir Rousseau, upp úr hinum
upprunalega söng. Tónlist og timgumál eru því ekki andstæður,
heldur samstæður, tónlistin víkkar og dýpkar merkingu hins tal-
aða máls. í söng er hið talaða mál ekki gert léttvægara, þvert á
móti verður merking orða í söng í senn margræðari og magn-
aðri.14 Rousseau var á sama máli og Platon, hann taldi að tónlist
og völd væru í raun tvær hliðar á sama teningnum. Pólitísk völd
og völd yfir tónlist færu ávallt saman. Tónlist væri tilvísun á völd.
Konungseinveldið á Vesturlöndum hafði, sagði Rousseau, ekki
aðeins gert þegnana valdlausa, heldur líka raddlausa, yfirvöld
syngju í orðastað þegnanna, en það væri andlýðræðislegt. Mikil-
12 Platon, The Dialogues ofPlato I, bls. 665 og 687. - Yflrvöld í Austur-Evrópu
á tímum kommúnismans höfðu mjög strangar reglur um hvaða tónlist
mátti flytja opinberlega. Andófsmenn héldu uppi leynilegum hljómsveit-
um, sem léku vestræna nútímatónlist eins og til dæmis rokk, popp, jazz og
blús. Eftir fall kommúnismans 1989 komu þessar hljómsveitir fram á sjón-
arsviðið af miklum krafti. Sjá Mark Slobin (ritstj.), Retuning Culture.
13 Downing A. Thomas, Music and the Origins of Language, bls. 121-31.
14 Sama heimild, bls. 121-31. Sjá einnig Shepherd og Wicke, Music and Cultural
Theory.