Saga - 2001, Blaðsíða 249
RITFREGNIR
247
Síðari útgáfan var verulega endurbætt og miklu efnismeiri. Inngangur-
inn í annarri útgáfu er orðinn 100 blaðsíður á lengd en var í þeirri fyrri 58
blaðsíður. Þar að auki hefur hann bætt við heilum viðauka - um verslun-
artilskipanir - í síðari útgáfuna. Hooker hafði og lesið sér meira til um ís-
land og vitnar í fleiri höfunda. Hann hafði nú t.d. kynnst Ara fróða og fá
nú papar ýtarlega umfjöllun svo að dæmi sé tekið. Hann vitnar ennfrem-
ur í rit Verdims de la Crennes, (Haraldur Sigurðsson, bls. 150-51) sem
Banks hafði sent Hooker með orðsendingunni: „I would not have you
ignorant of anything that has been done relative to our little island."
(1. júlí 1812, Halldór Hermannsson, bls. 92). Hooker endurbætti jafnframt
wisfellur í fyrstu útgáfu bókarinnar. T.d. er Magnús Stephensen ekki
lengur kallaður Tatsroed heldur Etatsroed (sem er nær hinu rétta heiti -
etasráð). í þessu ljósi er afar óviðkunnanlegt að lesa ýmsar aðfinnslur
þýðanda um fyrstu útgáfuna sbr.: „Hér hefur höfund misminnt. Þetta var
Finnur Magnússon ..." (bls. 26), en þetta lagfærði Hooker í síðari útgáf-
unni (bls. 39 neðanmáls) og þakkar Bjama Sivertsen fyrir þessar ábend-
mgu. „Enn skjátlast Hooker" ritar þýðandi þegar Hooker misminnir um
höfund Búnaðarbálks (bls. 26) en í síðari útgáfunni var Hooker búinn að
átta sig á því að höfundurinn væri Eggert Ólafsson (1813, bls. 40).
Mackenzie gaf einnig út bók um vísindaleiðangur sinn árið 1811, Travels
ln the Island oflceland, during the Summer ofthe Year MDCXX. Var nokkur
samkeppni milli þeirra Hookers um hvorum mimdi takast fyrr að koma
bók sinni fyrir almenningssjónir. Banks skrifaði Hooker: „I have seen Sir
George and am quite satisfied that his Book will never be so popular as
yours". Hins vegar hafði Mackenzie kort í sinni bók og hvatti Banks
Hooker til að bæta við korti í síðari útgáfunni og skrifaði: „nothing I think
vv°uld lend so much to increase the interest of the good people of England
m the Island and of course tend so much to increase the chance of our tak-
U'g possession of it as a publication of a map." (18. desember 1811, Hall-
dór Hermannsson, bls. 91). Hooker fór að ráði Banks og var síðari útgáf-
an prýdd þremur kortum: korti af íslandi, korti af suðvesturlandi þar sem
leiðirnar sem Hooker fór til Geysis, Krísuvíkur og upp í Borgarfjörð voru
Serstaklega merktar, og að lokum strandkort af svæðinu mili Kjalamess
°g Alftaness frá 1776, eftir Hans Erik Minor (sbr. Harald Sigurðsson,
Kortasaga íslandsfrá lokum 16. aldar til 1848 (Reykjavík, 1978), bls. 199,208).
Holger P. Clausen kaupmaður, sem var alltaf með annan fótinn í Englandi
a þessum árum, var fenginn til að laga stafsetningu staðanafna (1. júlí
1M2, Banks til Hooker, Halldór Hermannsson, bls. 91).
l’ýðandi skýtur inn athugasemdum ýmist í sviga í meginmáli textans
'en þar sem Hookcr notar einnig sviga hefði verið eðlilegra að nota hom-
°fa til aðgreiningar) eða neðanmáls. Skýringarnar hefðu að ósekju mátt
Vera meiri. Vissulega er mikið gagn að því að fá Fahrenheit hitamæling-
Urn dreytt í Celcius (sbr. bls 96-97) og Ágúst H. Bjamason hefur lagt mikla