Saga - 2001, Blaðsíða 94
92 LOFTUR GUTTORMSSON, ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR, GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
gjöf.102 Aftur á móti hófst eindreginn áróður lækna fyrir brjóstagjöf
mæðra ekki fyrr en undir miðbik aldarinnar; þar fóru fyrir annars
vegar hinir dönsku læknar sem þjónuðu í Vestmannaeyjum og
hins vegar Jón Thorstensen landlæknir sem gaf út ritið Hugvekia
um medferd á ungbernum (1846).
Þá tiltölulega hægfara lækkun, sem varð á ungbamadauða á
tímabilinu 1850-90 og færði hann niður fyrir neðri mörk gamla
kerfisins, má líklega rekja að mestu leyti til sameinaðra áhrifa
bættrar meðferðar kúamjólkur og vaxandi útbreiðslu brjóstagjaf-
ar. Til þessa bendir einkum tvennt: I fyrsta lagi sá vitnisburður
sem þegar er fenginn um svæðamun ungbamadauða (sbr. bls.
75-79) og í öðru lagi sú staðreynd að nýburadauði lækkaði eftir
1850 á sama tíma og dánartíðni ungbama 1-11 mánaða færðist
upp á við rétt eins og smábamadauðinn (sjá mynd 4). Bendir
þannig flest til þess að án stórstígra framfara í barnaeldi hefði
ísland ekki náð upp úr aldamótunum 1900 að jafnast á við grann-
löndin að því er varðar ungbamadauða.103
Gleggstu upplýsingar um útbreiðslu brjósteldis veita árlegar
skýrslur héraðslækna. Viðleitni þeirra og landlæknisembættisins
til þess að hafa áhrif á barnaeldishættina, sérstaklega fyrir milli-
göngu ljósmæðra, gerir nauðsynlegt að fjalla um árangur þessar-
ar viðleitni í nánum tengslum við síðasttalda áhrifaþáttinn, þ.e.
heilsugæslu og læknisþjónustu.
Heilsugæsla og læknisþjónusta
Fyrir daga hinna afdrifaríku uppgötvana á örverum á síðari helm-
ingi 19. aldar máttu læknavísindin sín næsta lítils í baráttunni
gegn bamadauða.104 Áhrifa þeirra gætti frekast með óbeinum
hætti, þ.e. með almennum heilbrigðisráðstöfunum og fyrirbyggj-
andi heilsugæsluaðgerðum sem gripið var til af hálfu yfirvalda.105
102 Loftur Guttormsson, „Bamaeldi, ungbamadauði", bls. 140-41.
103 Sjá einkum mat Guðmundar Bjömssonar, Skýrsla um heilsufar, bls. 10-11.
104 Sjá Preston og Haines, Fatal Years, bls. 11-20.
105 Snemmbært dæmi um þetta em lög sem sett voru til að verjast farsóttum,
sjá Lovsamling 4, bls. 646-50; Lovsamling 5, bls. 294-95. - Allt aðra og meiri
þýðingu í framkvæmd höfðu lög um vamir gegn útbreiðslu næmra sjúk-
dóma 1875 og 1896, Stjómartíðindi 1875, A, bls. 130-33, og 1896, A, bls. 4-13.