Saga - 2001, Blaðsíða 247
RITFREGNIR
245
vonast til að fara í vísindaleiðangur suður í höf þetta sumar, en komst ekki
með. í sárabætur útvegaði Sir Joseph Banks, forseti breska Vísindafélags-
ins, honum far til fslands á Margaret and Anne (enda hafði hann átt sinn
þátt í að skipið sigldi). Hooker tók þessu feginsamlega, hann hafði þegar
á unga aldri heillast af bók Unos von Troils, Letters on lceland (bls. xv).
Arið 1772 hafði Banks stjómað fyrsta erlenda vísindaleiðangrinum til ís-
lands en var síðbúinn. Kom harm ekki til landsins fyrr en í ágúst er ís-
lenska flóran var búin að lifa sitt fegursta. Nú átti Hooker að bæta úr
þessu og safna íslenskum plöntum.
Hooker gerði ekki víðreist um ísland. Hann hélt sig við suðvesturland-
ið, fór til Þingvalla, Skálholts, Geysis og Krísuvíkur og upp í Borgarfjörð
H1 að heimsækja Magnús Stephensen dómstjóra að Innrahólmi og Stefán
amtmann Stephensen á Hvanneyri. Saman fóru þeir þrír síðan að skoða
Snorralaug í Reykholti. Aðalmarkmið Hookers, eins og Banks, var að
rannsaka Geysi og klífa Heklu. Hann dvaldi lengi hjá Geysi en vegna veð-
urs sá Hooker Heklu eingöngu úr fjarlægð, honum til sárra vonbrigða.
Tveimur árum síðar birtist bók Hookers um ferð hans til íslands og það
er þetta rit sem hefur nú verið þýtt á íslensku af Amgrími Thorlacius und-
'r htlinum Ferð um ísland 1809. Að mati Þorvalds Thoroddsens er í bók
Hookers „ekkert um jarðfræði eða landafræði íslands sem þýðingu hefur"
?8 „ekki ... margar nýungar [svo] í vísindalegu tilliti" (Landfræðissaga
Islands, III (Kaupmannahöfn, 1902), bls. 210). Grasafræðingar hljóta þó að
hafa áhuga á ritinu, þar sem lýsingar á flóru suðvesturhomsins árið 1809
eru mjög ýtarlegar. Sagnfræðingar og þjóðháttafræðingar munu hafa
8agn af bókinni sem er frumheimild um þjóðhætti og þjóðlíf á fslandi árið
1809. Þetta var í miðjum Napóleonsstyrjöldum og koma hin þungbæru
ahrif stríðsins vel fram í bókinni.
Á leiðinni frá íslandi í ágúst 1809 varð Margaret and Anne eldi að bráð
°8 sökk. Hooker missti þar með plöntu- og steinasöfn sín, flöskurnar
,Tle<l vatni úr Geysi sem hann sá sérstaklega eftir (útgáfan 1813, bls. 181
neðanmáls), seinni hluta dagbókar sinnar, bækur og uppdrætti. Þeim
dagbókarinnar sem fjallar um fyrstu fjórar vikur dvalarinnar á ís-
udi tókst að bjarga ásamt dýrindis brúðarkjól, sem enn er varðveittur
a Victoríu og Albert safninu í London. Við ritun frásagnar sinnar varð
ooker því að verulegu leyti að styðjast við minnið en auk þess notaði
ann fjölmargar heimildir: Horrebow, rit Amgríms lærða og frönsku út-
8afuna af Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar svo að nokkur
^mi séu nefnd. Banks var að sjálfsögðu honum innanhandar og sendi
°num m.a. „papers containing memorandums of some matters I saw
ln Iceland" (bréf dagsett 16. júní 1810, birt í ritgerð Halldórs Hermanns-
®°nar/ „Sir Joseph Banks and Iceland", Islandica, XVIII (1928), bls. 90).
nur gögn sem Hooker fékk frá Banks var sjálf dagbók hins síðamefnda
slandsleiðangrinum 1772. Hann fékk einnig eintak af skýrslu Banks