Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 4
INNGANGUR
Á síðari tímum hafa orðið miklar breytingar í íslenzku pjóðlífi,
misjafnlega hraðar og með ýmsum hætti, en hafa að öllu athuguðu
leitt til nýrra lífshátta í landinu. Oft er sagt, að þær miði í þroska-
átt, þetta séu framfarir, en framfarir eru vinsœlt orð og mörgum
munntamt. Ekki eru allir jafnbjartsýnir, enda virðist stundum á-
stœða til að efast um sannleiksgildi þessa pólitíska töfraorðs í þróun
síðustu ára. En allir hljóta að vera á einu máli að breytingar hafi
hér orðið bœði örar og gagngerar, og þykir hlýða að benda á eina sér-
staklega: við erum ekki lengur einangruð þjóð.
Við munum hvernig staða íslands í heiminum liefur sífellt verið
að breytast. Hin norrœna víkinganýlenda, sem hér var stofnuð á mið-
öldum Evrópu, stóð framan af í allnánum tengslum við fyrri heim-
kynni sín, Norðurlönd og Bretlandseyjar. íslendingar voru um skeið
allra þjóða víðförlastir. En á þessu varð smátt og smátt nokkur
breyting, með minnkandi gengi innan lands fœkkaði ferðum íslend-
inga til annarra landa, þeir urðu upp á aðra komnir með flutninga
til og frá landinu. Á dögum hinnar dönsku einokunar voru þeir
orðnir afskekkt smáþjóð. Þeir fáu útlendingar, sem vissu um tilvist
landsins, litu jafnan á það sem skrítið forngripasafn norður í hafi,
þar sem fundust gömul handrit og bækur, sóðalegt fólk, skreið og
prjónles. En þetta fólk átti eftir að hrista af sér bönd einangrunar-
unar og ófrelsis. Það hélt tryggð við tungu sína og menningarerfðir,
hélt áfram að vera Islendingar. Upp úr þessum jarðvegi spratt ís-
lenzk þjóðerniskennd, aflvakinn í sjálfstœðisbaráttunni gegn dönsk-
um valdhöfum. Islenzkir menniamenn á nítjándu öld, forvígis-
menn í baráttunni, fylgdust með þjóðernisvakningunni í Evrópu og
gengu á lagið. Fyrir þrotlausa baráttu rak hver sigurinn annan,
187ý, 190ý, 1918, 19ýý. Þá var þróun mála í álfunni okkur í vil, en
hún átti eftir að sýna okkur aðrar hliðar: hagkreppur og styrj-
aldir. Okkur ætti að vera í fersku minni hlutur okkar í síðustu
heimsstyrjöld, hernám Breta, vernd Bandaríkjamanna, brottflutn-
ingur herja að loknu stríði. Keflavíkursamningur, Atlantshafs-
TlMA-RITIÐ VAKI
2