Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 17
JACK t$£
sagt: „£g sé og því er ég." Málaralistin
er framar öllu list sjónarinnar, þess hluta
skynjunar okkar, sem gefur tilveru manna
mestan svip: án sjónar, engin málaralist.
Þar mœtast áhrifin að utan og innan,
renna saman í eitt og verða að skiljan-
legri mynd. Sjónskynjunin virðist eins kon-
ar skilveggur eða lína, sem dregin er milli
innra lífs og ytri veruleika. Það er skil-
yrði fyrir skilningi á myndlist að gera sér
ljósa grein þessarar sálfrœðilegu stað-
reyndar.
Við skulum nú skilgreina nánar þessi
tvö skaut, sem vitund okkar öll spennist
á milli, innra líf og ytri veruleika, er orka
gagnkvœmt og eru óhugsanleg nema
bœði í senn. Til hins innra verður að telja
upplag allt og erfðir, lundarfar, greind, til-
finningar, skap, hugmyndaflug, fasthygli
og aðrar slíkar eigindir. Allt eru þetta eig-
inleikar, sem skipta miklu máli fyrir við-
töku áhrifa frá heiminum að utan og inn-
an, sem og fyrir breytingu þeirra eða þýð-
ingu yfir í listrœnt form.
Hinn ytri veruleiki er fyrst og fremst
ásýnd náttúrunnar eins og hún birtist sem
form og litur: Þetta tjald, letrað torráðnum
rúnum, sem við vildum bœði lesa á og
skyggnast bak við. Auk þess verður að
telja því alla landfrœðilega legu, þjóð-
félagslegar aðstœður og persónulega
hagi.
Eitt frumeinkenna allra listaverka er frá-
sögn þess af stöðu sjónvitundar mannsins
milli náttúrunnar og eigin sálarlífs hans.
Ef athuguð eru verk frá ýmsum tímum, er
sýnt að þau eru í rauninni ekki annað en
vitund listamannsins bundin í efni, og
eiga stöðu milli þessara tveggja skauta,
innra lífs og ytri veruleika, eftir því hvar
vitundin er bundin í hvert sinn. Heil tíma-
bil gerast síðan fulltrúar slíkrar afstöðu,
það er að segja, að á þeim er meiri hluti
listamanna bundinn sameiginlegri af-
stöðu. Allar deilur um stíl eða stefnur eiga
rót að rekja til þessarar frumreglu um
viðhorf mannsins til sjálfs sín og náttúr-
TlMARITIÐ VAKI
15