Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 46
DAGBÓKARBROT
POUL LA COUR
Poul la Cour (fæddur 1902) er i fremstu röð núlifandi danskra skálda. Hann kom
fram sem skáld skömmu eftir 1920, en vakti ekki mikla athygli fyrr en 1927 með ljóða-
bókinni Den galliske Sommer. Síðan hefur hann gefið út fjölda bóka, aðaliega ljóðabæk-
ur, en einnig tvær skáldsögur. Fragmenter af en Dagbog (1948) er sennilega merkasta
verk hans hingað til. Dagbókarbrotin voru íyrst birt í tímaritinu Heretica, sem er mál-
gagn nokkurra ungra skálda og rithöíunda. Ýmsir í þeim hópi hafa síðar hallazt að dul-
speki og metafysik, en deilt á rationalisma og náttúruvísindi. Þegar þetta kom í ljós,
hætti Paul la Cour samvinnu við tímaritið. Bók hans hefur haft mikla þýðingu fyrir
ung dönsk skáld, enda má telja hana einhverja beztu greinargerð fyrir nútímaskáldskap,
sem gerð hefur verið. Höfundur segir m. a. i formála bókarinnar: Þessar athugasemdir
„eru engin tilraun til að semja fullkomna ars poetica, heldur árangur af hugsunum og
drögum á víð og dreif, þá er mér varð nauðsynlegt að réttlæta líf, sem er lifað til að skapa
og staðfesta skáldlegan veruleika.“ Og: ,,Á þessum dimmu timum hafa skáldin þörf á að
leggja niður fyrir sjálfum sér, að því fer fjarri að skáldskapariðjan sé flótti, þvert á
móti á hún háleitu, ómissandi hlutverki að gegna i innsta eðli tilverunnar, og hin raun-
verulegu svik væru að fella þennan varnargarð gegn afskræmingu manneðlisins; hann
virðist að vísu veikbyggður, en er þó öflugur."
Á undan orðinu
Nei, ég get aldrei hœtt að leita, ég verð aldrei dugandi maður. Því eldri sem ég
verð, því reikulli verð ég, því víðar leita ég, þreifa mig áfram frá hugmynd til hug-
myndar. Ekkert þeirra forma, sem ég finn, fullnœgir mér framar. Þau skortir innri sann-
leik, sem þau áttu áður, en ég gat aldrei tileinkað mér að fullu. Það, sem liggur mér
á tungu, getur ekki öðlazt líf innan þeirra, eini mœlikvarðinn, sem við þekkjum. Er það
af því ég lœt mig dreyma um annarskonar skáldskap, skáldskap, sem ekki þarfnast
neinna forma og gengur nakinn og varnarlaus út í heiminn, barnslegan skáldskap,
sem ekki þvaðrar af metnaðargirni um að brjóta hinar hrœðilegu hugsanavenjur, sem
sundra okkur, af því hann er fœddur fyrir þeirra tíð, fœddur fyrir tíð angistarinnar.
Styrkasta vopn okkar gegn henni.
E’g hörfa frá tilrauninni, en samt dregur hún mig að sér. Það er þetta sem René
Char meinar með heitinu á nýjasta ljóðasafni sínu Le Poeme pulvérisé að við verð-
um kannski í dag að mola kvœðið mélinu smœrra til að frelsa skáldskapinn. Ekkert
á sér stœrri köllun en hann. Hin pólitísku form eru aðeins ílát, sem hann á að fylla
lífi og lífssýnum. Aðeins skáldskapurinn getur frelsað manninn og heiminn, hvers
virði er þá kvœði mitt.
Enska skáldið Day Lewis sagði nýlega við mig, að okkar öld skapaði aðeins
minni háttar Ijóð, vegna þess að hún leitar kjarnans, hún þorir ekki að fylla ljóð
sín með lýsingum, epískum köflum og stígandi hugsanagangi. Hún leitar hinnar fögru
ringulreiðar í stað nýrrar reglu, draumurinn um hreinan skáldskap er henni svo mik-
ils virði, að henni verða ekki á munni mikil kvœði, sem mennirnir geta lifað í, held-
ur öskur.
TlMARITIÐ VAKI
44