Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 11
EGYPZK LIST: Uppskeruvinna, kalkmálverk úr gröí í Þebu.
vi8 galdra, aðrir telja hana runna upp
af þörf mannsins fyrir hjálpartœki, eða
öllu heldur upp af tœkjunum sjálfum. Ef
til vill er upphafsins að leita í þessu
tvennu.
Eftir að sögur hófust er mun betra að
átta sig á samhenginu í þróun listarinnar
á Vesturlöndum, þótt ef til vill sé enn allt
hulið jafnmiklu myrkri um raunverulega
uppsprettu listarinnar sjálfrar. Okkur eru
ljósari en áður hin félagslegu, trúarlegu
og heimspekilegu áhrif sem mótað hafa
list Vesturlanda síðan og veitt henni í
farveg. Hún er miklu yngri að árum og
skemmri en þróunarskeið frummannsins
sem talið er ná yfir tugi eða jafnvel hundr-
uð árþúsunda.
Við skulum líta örsnöggt um öxl á
skeið þau er menning Vesturlanda hefur
runnið, og sjá í samrœmi við œtlun okkar
er við settum fram áðan, hvers við verð-
um vísari um hugmyndir þœr, sem hafa
ráðið í list á þessum skeiðum.
Eftir því sem bezt er vitað liggur enginn
skráður vitnisburður fyrir um álit Forn-
Egypta á list sinni. Hins vegar er talið
víst, að tilgangur hennar hafi verið tvenns
konar: 1 fyrsta lagi hafi hann verið trúar-
legs eðlis eða magískur: Listin átti að
vemda sálir framliðinna í gröfum sínum. I
öðru lagi var tilgangur hennar pólitískur:
Listin átti að œgja þegnunum með því að
vegsama vald og tign faraósins. Ef dœma
má eftir minjum egypzkrar listar er fund-
izt hafa, var hún eitthvert áhrifamesta afl
þjóðfélagsins, alls staðar nálœg, áminn-
andi, nœstum ógnandi.
Á hátindi gríska listskeiðsins er tilgang-
ur listarinnar orðinn allur annar. 1 Hellas
var félagsskipan gjörólík því sem tíðkað-
ist með Forn-Egyptum. Hún var lýðrœðis-
legri, frjálsari. Grikkir gerðu hvorki vernd
TlMARlTIÐ VAKI
9