Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 118
gangi tjáningar verka sinna og skálds og
myndverks Rodin’s. Allt sem túlkað varð
með orði í einu ljóða hans, allt sem
mennirnir nefna þrá, sorg, þjáning eða
sælu birtist myndskyninu sem smáger
mishæð í áferð nálægs andlits.
Rilke skynjaði djúpan skyldleikann
með öllu er leitar linda upprunans, sem
listin skírskotar til, heimspekin leitast
við að birta skilningi mannanna og trú-
arbrögðin að opinbera vitundinni. Trú
hans var að verk skáldsins, sem allra
þeirra er skapa list, sé að móta hluti og
verur með heitum og hreinum vilja þess
listamanns, er hlustar eftir djúpu lög-
máli náttúrunnar og vill sjá það, er hann
skóp, skipa sér í hina miklu hrynjandi
sem það á líf að gjalda. .. .
Ef til vill má segja að listin, heim-
spekin, vísindin leiti samræmis, okkur
og öllum fyrirbærum heimsins, lögmáls
er nái til allrar veru. Við bjuggum kann-
ski við slíka stöðu endur fyrir löngu —
frumgríska heimspekin mundi kynni af
henni. En við kusum að hefja aðra leit,
einir og þjáðir, að frjálsum skilningi á
þessum dularfuha heimi og tilveru okk-
ar í honum og kjörum hið erfiða líf, og
vissum aldrei hvort við fórum villt
eða rétta vegu. Og eigum kannski eftir
að finna í uppruna þess er við leitum,
í stofninum þar sem allar greinar mæt-
ast, ef við megnum að skilja rétt eitt-
hvert svar við spurninni sem brennir
varir okkar.
TlMARITIÐ VAKI
116