Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 68

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 68
ljóssins. En hann svíður í augun og eftir stutta stund falla tár. Þau renna hægt niöur kinnarnar. Hugsun skýtur hægt upp í hugann. Upp, ég verð að fara að læðast upp. Með skjálfandi höndum leysir hann skóreimarnar. Hann hefur ekki fulla stjórn á höndum sínum og bindur rembihnút öðru megin. Við áreynsluna við að leysa hann sprettur sviti fram á enni honum. Hendurnar eru þvalar og slappar en það tekst að lokum. Þá tekur hann af sér skóna, en ferst það óhönduglega og annar hællinn skellur á stiganum. Þaö glymur í ganginum, og hann hallar sér aftur á bak og hlustar. Mamma má ekki valma, enginn; ég verð að komast í rúmið. Ekkert hljóð heyrðist og hann ætlar að ganga upp stigann. En þá finn- ur hann að hann er óstyrkari á fótunum en áður. Hann hallar sér upp að veggn- um stutta stund og jafnar sig. Upp, drekka, rúm, sofa. Hann gengur upp þrepm, kastar af sér frakkanum í ganginum og læðist inn í eldhús. Hann kveikir ljós, það skjótkviknar, skjannabjart og sker í augun. Á borðinu stendur kanna og mjólkurglas. Hann drekkur mjólkina en þorir ekki að leita sér að köku í blikk- kössum, sem gera hávaða. Heldur opnar hann hægt skáp, er geymir tómar flösk- ur. Hann tekur eina, skolar hana hljóðlega og fyllir síðan vatni. Hann veit hvers hann muni þurfa við, þegar hann vaknar í fyrramálið. Hann setur flöskuna á gólfið við höfðalagið á legubekknum og fer að hátta í myrkrinu. Hann hefur ekki rænu á að kveikja ljós. Rúmið er svalt og hressandi, þó fer hrollur um hann. Glaður hallar hann sér aftur. En hann er ekki fyrr búinn að því en hann finnur svimann koma aftur yfir sig. Það er eins og svífi meira á hann. Þegar hann andar gegnum nefið finnur hann vínþefinn. Viðbjóður, vín er andstyggi- legt, nautn. Það er eins og höfðalagið sé að sökkva. Þá rís hann upp og hristir svimann af sér, strýkur höfuðið og leggst á hliðina. Þá kemur það aftur, hann skeytir því ekki en rýnir inn í myrkrið. Ekkert, viðbjóður, sofa, sofna og gleyma andstyggðinni. Hann lokar augunum. Þá koma myndirnar frá deginum. Brot, slengt saman í óreglu. Þær vaxa, stækka og rísa voldugar fyrir hugarsjónum hans. Skuggar, sem dansa um herbergið þar sem hann situr og drekkur. Siggi ælir fram af legubekknum. Mr. Bumbo hlær, skríkir, og það fer geigur um hálf- sofandi unglinginn í rúminu. Myndin hverfur og önnur kemur í staðinn. Frá morgninum. Hann er að raka sig, aðeins í einum buxum og ber að ofan. I spegl- inum sér hann mynd sína, ungur og grannur líkami. Aðeins mótar fyrir maga, vöðvarnir á handleggnum eru ekki stórir. Honum finnst, sem svipur andlitsins sé í mótsögn við líkamann. Andlitið karlmannlegra en líkaminn. Ekki of þykk- ar varir, vel löguð haka. En glæsilegastur finnst honum vera yfirsvipurinn. Sveipir hársins yfir háu enninu og dökk, stingandi augun. Honum finnst vera karlmannleg festa í svipnum. Þá kallar mamma: Gestur, síminn. Myndin hverf- ur, óskýrist og dofnar. 1 fjarska greinir hann Mr. Bumbo hlæja eins og vitleys- ing ógeðslegum hlátri yfir andstyggilegri og ósmelíklegri tónlist Spike Jones. Burt, ég verð að sofna, og hann veltir sér við. Hann snýr sænginni. Svalinn leggst að honum. Ég vii fá að hvílast, af hverju fæ ég ekki að sofna? Sofna og og gleyma þessari andstyggð. Nú leggst hann á hina hliðina og hlustar á hjart- slátt sinn. Hjartslátturinn truflar hann, hann hreyfir sig svolítið svo eyrað liggi ekki við koddann. Hjartslátturinn heyrist ekki meir. Minningarnar hverfa úr TlMARITIÐ VAKI 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.