Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 88
að ei' um, er daglegt viðfangsefni út eitt.
námstímabil. Þannig verður námsflokki
kleift að fást við samstæða heild innan
þess sviðs, sem fjallað er um í hvert
skipti. Til dæmis er fengizt við ákveðið
stærðfræðilegt viðfangsefni um þriggja
vikna skeið, ellegar sögulegt eða bók-
menntalegt. Er námstímabilinu lýkur er
skipt um námsgreinar. Sérstökum tím-
um er varið til endurtekninga og auðga
og dýpka þá þekkingu, sem þegar er
fengin.
1 efri deild (síðustu tvö árin) bætist
við reglan um takmörkun námsgrein-
anna. Nemandinn, sem fram til þessa
hefur orðið að fást við um f jórtán náms-
greinar, velur sér fjórar aðalnámsgrein-
ar eftir því sem hugur hans, gáfur og
hæfileikar standa til. Hann hefur sam-
ráð við kennara sína, en val hans er al-
gerlega frjálst. En síðan er einnig kraf-
izt alvarlegs náms og árangurs, er sé
yfir meðallag. Við þessi 'fjögur fög
bætast nokkur auka fög, erlend mál,
list, tónlist, trúarbrögð, handiðn, og
vitanlega íþróttir. Eftir harða og ó-
vægna baráttu við ráðuneytið fékkst
loks eftir langa mæðu heimild til að
veita stúdentspróf á þennan hátt. Og
hefur slíkt stúdentspróf hlotið miklu
betri dóma meðal margra háskólakenn-
ara en gamla prófið; því það ber þess
þegar óbrigðult vitni, hvar gáfur og
áhugamál — og því geta — manns
liggja í raun og veru.
Rangt væri að halda, að þetta nýja
kerfi gerði nemandanum „auðveldara"
fyrir. Þvert á móti verður ekki lengur
fær sú leið, að safna saman rétt þeim
einkunnum í fjórtán fögum, er nægja
til að komast upp á prófi með próf-
kænsku og útsjón.
Tilgangur slíkrar endurbótar er að
koma meira viti í nám og kennslu.
Menn ná valdi á efninu og öðlast veru-
lega þekkingu á því, er þeir einbeita
náminu og dýpka það og einkum er þeir
venjast vinnuaðferð. Til þess að ná þessu
marki var komið upp nýtízku bóka-
safni, að miklu leyti með hjálp nemend-
anna sjálfra. Þar geta nemendur efri
deildar unnið undir sjálfsaga og að eig-
in vild.
Menn kunna að óttast, að slík tak-
mörkun geri nemendur að sérfræðingum
fyrir tímann. En tii þess að varast þessa
hættu, er nám efri deildar bætt upp
með heildarkennslu, sem skapar eins
konar umgerð utan um námið allt. I
efri deild hafa námsflokkar kjörgrein-
anna komið í stað bekkjanna. (Það eru
því ekki til 'neiriir bekkir í þessari
deild.) En heildarkennslan sameinar á
nýjan leik alla nemendur og kennara
efri deildar. 1 þessari kennslu er unnið
að spurningum og vandamálum, sem
ekki koma námsgreinunum sjálfum við
og spretta upp úr tíma okkar og kröfum
hans. Fyrst er eitthvert vandamál rætt
í heild sinni, fjalla síðan minni hópar
um sérstakar spurningar er rísa upp af
því. Að lokum kemur öll deildin saman
á ný til að hlusta á niðurstöður hvers um
sig. En þær eru settar fram í mynd er-
inda, er síðan eru rædd og sameinuð og
spunnin saman í skýrslu. Til dæmis um
slík viðfangsefni má nefna: Maðurinn
og hafið. Maðurinn og tæknin. Undir-
staða nútímavísinda. Húmanismi and-
spænis náttúruvísindunum.
Auk vísindalegrar námsstofnunar, og
með henni er Óðinsskógarskólinn að
reisa verknáms- eða handíðaskóla,
og er það framlag mitt til hans. Þannig
á að koma til leiðar að þeir nemendur,
sem hneigjast fremur að handiðn, list-
rænu starfi eða praktískri virkni hljóti
jafnréttháa verkmenntun um leið og
þeir njóta styttri, en þó heillegrar
kennslu vísindalegs eðlis.
TlMARITIÐ VAKI
86