Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 111
skrautmennsku sem efldu fonnið á
kostnað efnisins. Upp reis krafan um
stytting á löngu og leiðu dægri, klofn-
ing varð milli trúarlífs og veraldaramst-
urs. Ljóðið, er átti uppruna sinn nær
trúarreynslu og töfrum, tengdara tón-
list en frásögn hlaut að verða fyrir
skakkaföllum. En tónlistin var talin til
forna snerta dýpra við sál manns og
nær himnum en nokkur list önnur.
Rómantíska byltingin vakti ljóðið
aftur til lífs í nýjum skilningi og formi
og þó skyldara því sem verið hafði í
ljóði forngrikkja og mystik miðalda en
upplýsingarkveðskap rationalismans er
borið hafði af því banaorð. En einkum
eftir tilkomu surrealismans hefur ljóð-
inu aftur verið skipað til rúms, reynt að
greina skáldskap eftir gildi og tjáningu,
reyndar í andstöðu við prósann enda
surrealisminn í eðli sínu tilraun til að
lyfta hinu dularfulla, órökvísa, undir-
djúpum vitundarinnar til vegs. En hann
reynir vitandi vits að skapa að nýju þá
einingu forms og inntaks er getið var
áðan og ætla ég það honum mest gildi.
Hér virðist á ferð sama bylting og
gerzt hefur í málaralist á þessari öld
eftir kúbismann: hún brýzt undan oki
ljósmyndunar og hermiboði síðari alda
í leit að upprunalegri og innilegri tján-
ingu, skapar sér til þess ný og séreigin-
leg form er eiga þó rót að rekja til tján-
ingar löngu liðinna tíma og fjarlægra
átta: það er hafin leit að hinu sameigin-
lega, er orki í allri list.
Alls staðar er verkið litið nýjum aug-
um, hafin leit að tjáningu er sameini
form og inntak, hætt við greiningu inn-
taks og útlits. Menn yrkja ekki framar
hending rímsins vegna.
Það er ljóst að mörkin milli formanna
hljóta að vera næsta óskýr víða. En svo
er um alla list, engin skýr skil milli
greina, allar spretta á sama meiði, koma
saman í stofninum. Við fáum ekki dreg-
ið takmörk milli Ijóðs og tónlistar, tón-
listar og dans, danslistar og leiks, leik-
listar og prósa. Á sama hátt er sam-
svörun milli tónlistar og myndlistar,
þær eiga saman vísindalega undirstöðu:
stærðfræðina, byggingu, hrynjandina,
er blæs lífi í formin. Hún er í eðh allrar
listar og þar er ef til vill fólginn einn
dýpstur leyndardómur hennar.
List, vísindi, heimspeki eru sem þrjú
straumþung vötn, sem falla undan sama
bjargi, þar sem leitin var hafin í myrkri
fortíð, leit eftir þekking og vizku en
það er frelsi. Trúin, goðsögnin spannar
alla þessa leit, sameinar eigindir
lista, vísinda og hemispeki. Og eins
og hvert þessara vatna á sér sam-
eiginlegt með hinum eitthvað í upp-
sprettu sinni, verður eitthvað sameigin-
legt öllum kvíslum straumsins. Og aftur
lýstur saman þeim elfum er runnið hafa
sundur um óralöng ár.
Eg hef greint svo ýtarlega frá bók-
menntunum vegna þess að það er trú
mín, að þannig sé hægt að varpa nokkru
ljósi á list yfirleitt, að allar listir eigi
sér sameiginlegan grunn, en munur
þeirra byggist á aðferðunum og efninu
sem þær nota. Ennfremur er íslenzk list-
hefð að langmestu bundin bókmennta-
legri sköpun, auk þess sem deilan um
ljóðlistina er tímabær.
Mönnum kann að virðast sem þröngt
muni bilið milli listanna sem hér hefur
verið farið um orðum, en því má svara
til að svo sé og um ýmsar aðrar listir,
til dæmis málaralist og svartlist, sem
þó eru ólíkar greinar myndlistar. En
aðalatriði okkar er að geta víkkað sjón-
hringinn, reynt að heimfæra þær al-
mennu niðurstöður, sem rannsókn okk-
ar hefur leitt í ljós um listina í heild,
TlMARITIÐ VAKI
109