Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 87
Höfundurinn ásamt stofnandanum Páli Geheeb.
ans. Hann neitar allri þjóðernisstefnu,
opinn hugmyndaauðgi heimsins alls.
Hann er ætlaður börnum allra þjóð-
erna, trúarbragða og kynþátta. Þess
vegna eru kennarar skólans ávallt af
ýmsum þjóðernum.
3) Eitt uppeldislegt grundvallarsjón-
armið skólans er sameiginlegt uppeldi
beggja kynja. Drengir og stúlkur lifa
saman í „fjölskyldum“ átta til tíu barna
eða ungmenna, sem kennari eða hjón úr
hópi uppalendanna standa fyrir. Börn
beggja kynja vinna saman í skólanum,
garðinum og á verkstæðunum, í leik,
dansi, leiksýningum og sameiginlegum
ferðalögum. Eðlilegur og frjáls þroski
æskunnar krefst sameiginlegs uppeldis.
4) Óðinsskógarskólinn er ekki kerfi,
heldur uppeldisfélag, samfélag; full-
orðnir sem börn og ungmenni eiga þátt
í tilhögun og háttum samlífsins í skól-
anum og bera á því fulla ábyrgð.
Þessi grundvallarregla birtist einkum
í skólafélaginu, sem er sérstaklega ætl-
að uppeldi til samábyrgðar hvers ein-
staklings á heildinni. Hver kennari og
nemandi hefur rétt til frjálsrar ræðu í
skólafélaginu um hvaðeina, sem kemur
við persónulegu lífi hans eða snertir líf
samfélagsins alls.
Vitanlega gætu hinir fullorðnu þátt-
takendur skólalífsins einfaldlega skipað
fyrir um tilhögun frá degi til dags. En
slíkt væri að kippa fótum undan allri
viðleitni til uppeldis á ábyrgum sjálfs-
forráðum. Það er ekki hægt að beita
sjálfsábyrgð nema í aðstæðum lifandi
veruleika. Einungis á þennan hátt: með
því að svara kröfum líðandi dags, und-
irbúa hátíðir, gera við húsin, vegi, tæki,
aðstoða flóttamenn, veita fátækum fé-
lögum eða barnmörgum fjölskyldum
hjálp, taka þátt í alþjóðlegum æsku-
lýðsmótum og svo framvegis, þroskast
unglingar inn í lýðræðislega samfélags-
háttu. Af sömu ástæðum sjá nemendurn-
ir sjálfir um mikinn hluta allrar dag-
legrar vinnu, taka til í herbergjunum,
þvo upp eftir matinn, hreinsa ganga,
en fullorðnir eru þeim til leiðbeiningar
og aðstoðar. Það er regla, að eldri nem-
endur hjálpi þeim yngri í næstum öllum
erfiðleikum dagsins. Einkum verða
stærri stúlkurnar til mjög virkrar að-
stoðar, og þegar unnið er af fullri ein-
lægni, sameiginlega af hinum eldri nem-
endum, þá hefur það hið mesta uppeldis-
gildi fyrir hina, sem yngri eru. Æskan
sér sjálf um uppeldi sitt.
5) Óðinsskógarskólanum hefur fram
til þessa orðið mest ágengt í framkvæmd
á umbótum í kennsluaðferðum, og má
þakka það óháðri og sjálfstæðri stöðu
hans gagnvart ríkinu. „öll menntun
verður fyrir manns eigið verk,“ segir
Fichte. Tvær aðalreglur gilda um nám-
ið: takmörkun efnisins og takmörkun
námsgreinanna. Til þess að forðast
sundurleita og ósamstæða fjölbreytni
sex daglegra námsgreina hefur verið
tekin upp sú aðferð, að fjalla í lengri
tíma um sama efni, eins konar erinda-
flokks-fyrirkomulag. Kennslan fyrir há-
degi skiptist í þrenna tíma með mismun-
andi námsefni. En námsefnið, sem fjall-
TlMARITIÐ VAKI
85