Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 86
Skólinn í Óðinsskógi
KURT ZIER
o o °
Suður í Þýzkalandi, ekki fjarri forn-
frægu háskólaborginni og menntasetr-
inu Heidelberg og í austurjaðri víðáttu-
mikillar Rínarsléttunnar eru skógi gró-
in hæðadrög, er hlotið hafa nafnið Oden-
wald — og nafnið auðfært til íslenzks
máls: Óðinsskógur, enda vettvangur
Niflungasögu. Hins vegar Rínarfljóts,
tuttugu og fimm kílómetrum vestar, er
Worms, setur Niflungakonunga og borg
Lúters.
Enn eru þar önnur nöfn er ekki ó-
kunnuglegan hljóm hafa í íslenzkum
eyrum: Hraðlestin er flytur gestinn frá
Frankfurt fer um Benzheim, að vísu
ekki kennd við Fjalla-Bensa, heldur
Benzo biskup, er hér átti bú forðum. Og
síðan skal stigið af lestinni í Heppen-
heim, ef til skógar skal, og er sá kennd-
ur við Happo biskup, er grundvallaði
staðinn. Og mætti þá kallast Heppna-
heimur til samræmis við íslenzka stað-
háttu.
Hér við Heppnaheim, 7 km út af norð-
urlandsbrautinni miklu, er liggur sunn-
an Rínardals og norður í land, er Oden-
waldskólinn, eða Oðinsskógarskóli í
sveit settur. Fyijir hefur komið, að
íslenzkir vinir mínir hafa gist hann.
Og jafnvel vinir vinanna. Og það
skal tekið fram þegar í upphafi máls
míns, að sérhverjum gesti íslenzkum
skal tekið opnum örmum. Vinir mínir
íslenzkir hafa sýnt svo ríkan áhuga á
starfi skólans, tekið svo mikinn þátt í
lífi hans að fáum dögum liðnum frá
komu þeirra, að mér er ánægja að verða
við bón þeirra og segja stuttlega frá
sögu og gerð skólans í Oðinsskógi.
Skólinn í Oðinsskógi var stofnaður
1910 af Páli Geheeb, er var einn af leið-
togum hinna nýju uppeldisviðhorfa, sem
lágu til grundvallar stofnun heimavist-
arskóla eða uppeldisheimila í sveitum
um aldamótin síðustu. Skólinn í Óðins-
skógi var stofnaður í mótmælaskyni við
lúnn borgaralega heim, er orðinn var
vafasamur og ófullnægjandi. Hann var
hugsaður sem vettvangur, þar sem æsk-
an gæti lifað sínu eigin viðburðaríka
lífi: lífi, sem nær stæði uppruna allrar
tilveru, náttúrunni, heiminum, heldur
en ríkisstofnanir þess tíma og einkum
hinir o'pinberu skólar ríkisins veittu
tækifæri til.
Undirstöður skólans eru því í dag sem
fyrir fjörutíu árum:
1) Meðvituð barátta gegn yfirborðs-
mennsku og afmennskun, sem tækni og
efnishyggju er hætt við að hafa í för
með sér, sem og einhliða skynsemis-
dýrkun. (Geheeb ræddi um „uppeldis-
fræðilegan iðnað“ ríkisskólanna).
2) Óðinsskógarskólinn berst gegn öllu
kynþátta- og stéttahatri. Hann leitast
við að ala upp ósvikið umburðarlyndi
gagnvart þeim, er hugsa öðruvísi, fé-
lagslega ábyrgðarvitund í nauð nútím-
TlMARITIÐ VAKI
84