Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 109
slíkur, undantekningar: Jóhann Jóns-
son og kannski Steinn Steinarr, og vit-
anlega surrealistakveðskapur Laxness.
Prósinn krefst hins vegar rökræns
forms, „raunsærrar" hugsunar, sam-
felldrar byggingar, nákvæmrar grein-
ingar, lágmarks af setningafræðilegri
heildskipan. Ljóðið, sem ég skil það er
ekki háð slíkri kröfu, bygging ljóðs get-
ur vítalaust verið óbundið táknmál. Eitt
orð getur bent til lestalangrar reynslu-
keðju, kallað fram margs konar 'við-
brögð skilnings eða tilfinninga. Disten
for the word that tells the phrase, segir
James Joyce.
Sem ljóðið ákvarðast af innri afstöðu
og tilveru tjáningarinnar getur ekki til-
tekin hrynjandi eða orðaskipan skorið
úr um ljóðgildi. Þess vegna er óbundið
mál ekki samnefni á prósa. Ytra útlit
og taktföst hrynjandi hendingar grein-
ir ekki milli ljóðs og prósa, kveðandin
er ekki ljóðmark. Ljóð og prósi eru ekki
formflokkar (formellarkategóríur) nema
öðrum þræði, að svo miklu leyti sem inn-
takið sníður forminu stakk. Form sem
nafn stuðla og höfuðstafa, kveðandi og
háttar: yfir kaldan cyðisand, er ekkert
skylt ljóði sem slíku, þótt kvæðahefð
íslenzkunnar hafi sameinað þessi hug-
tök og kallað bundið mál. Kvæði er ekki
endilega Ijóð. Og ritað hefur verið miklu
meir af prósa í bundnu máli á íslenzku
en ljóð kveðin í það. Formþróunin á
sér eðlilegar forsendur, formið er bund-
ið lögmálum og kröfum hvers tíma, er
sögulega háð. Það sem raunverulega
greinir með formunum er að ljóðið skír-
skotar, talar til dulvitaðra kennda, skyn-
hræringa er liggja undir dagvitund
manns. Á því hvílir engin skylda skyn-
samlegrar frásagnar er bundin sé rök-
rænni hugsun. Ljóðið leitast við að tala
beint til innra lífs mannsins án þess að
skeyta skynsemdarháttum og skilnings-
venjum hins daglega lífs. Ljóðið er í
eðli sínu bundið því frumdjúpi manns-
ins, sem sálfræðinni hefur enn að svo
litlu leyti tekizt að varpa á ljósi, og nær
heimspekilegu innsæi og trúarreynslu
en visindum: það á að snerta manninn,
skírskota til hans, hreyfa við þeim djúp-
um hans, sem eru lokuð eða ósnortin af
því röksemdalífi er við höfum gert
okkar daglegu tilveru.
Mannssálin er opin fyrir myndum.
Ljóðið hefur myndgildi eða líkingar,
eðli metafórs: það kallar fram með orði
sem mynd í huga manns. En merking
þess og tilgangur er ekki myndin nema
sem yfirvarp heldur það sem henni er
bundið, tilfinning, óskýr kennd, bláminn
á skýjum kvöldsins sem hægur strajum-
urinn í blóði manns. Ljóðið á sér tilveru
á tveim sviðum: hinu skiljanlega, að-
genga sem orðin standa á; myndin er
dregin á það. Síðan öðru, dýpra, dular-
fyllra sem hvergi er skráð, bundið djúpi
manns sjálfs og lokið upp fyrir kraít
orðanna. Og leiðir inn að innstu verund
manns.
Hvorttveggja ljóð og prósi túlka per-
sónu manna og reynslu, en það er eins og
þau skipi sér á ólík skaut hugar manns:
Ljóðið er bundið innra skautinu, túlkar
fíngervar sveiflur þeirrar reynslu og
þess skilnings sem ekki verður tjáður
með rökhnituðu máli og vísindalegri
skarpskyggni. Prósinn útvarp grein-
andi skilnings manns.
Það er augljóst að með þessu móti
verða formin ekki aðskilin til fulls. Ljóð-
ið er virkt í öllum prósa, Ljósvíkingur
Laxness virðist mikið ljóð undir yfir-
varpi prósa. Það er eftirtektarvert, og
þess má geta inhan sviga, þó það
snerti ekki beinlínis efni okkar hér, að
fyrir skömmu hefur birzt á íslenzku
bók, sem næst á eftir Fornum ástum
TlMARITIÐ VAKI
107