Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 73
Þú hefur rænu á þessu, drulluræfillinn þinn. Hlæja að mér, heiðarlegum sént-
ilmann. Ég skal mylja kvarnasteinana í kollinum á þér.
Með því að styðja sig við húsgögnin í herberginu fær Mr. Bumbo, öðru nafni
Geir Þorfinnsson, risið upp. Rymjandi af reiði gengur hann að legubekknum, og
það fer þytur um loftið. Höggið skellui á höfði Gests. Honum finnst sem heilinn
þjóti burt. Heilinn þjóti burt, hitt sé eftir. Síðan öngvit.
Þá hann rankar við sér, liggur hann á gólfinu með höfuðið á öðrum fæti
Sigga, sem enn sefur. Mr. Bumbo er sofnaður í legubekknum og snýr sér upp að
vegg. Bakhlutinn er að sjá cins og breiðbylgjótt eyðimerkurlandslag. Gesti er
kalt. Hann finnur vindling, kveikir í honum og fer.
o o °
Þegar hann vaknar um morguninn er hann með óbragð í munninum en er
aðallega þyrstur. Hann þrífur til flöskunnar og teygar staðið vatnið sem væri
það ljúffengur kjördrykkur. Hann tæmir flöskuna og fer svo að klæða sig og geng-
ur út. f húsinu er enginn vaknaður, því verður enginn var við að hann yfir-
gefur það.
Hann gengur niður í Hljómskálagarð. Snjóauðn. Hvít breiða, á stöku stað rof-
in af nöktum trjám. Hann gengur eftir stígnum, yfir nýfallna mjöllina og mark-
ar fyrstu sporin. Aðrir munu koma á eftir honum og troða snjóinn niður. Þann-
ig missir mjöllin hreinleika sinn, hún er troðin undir fótum.
Nóttin er að baki. Nótt óhugnaðarins, nótt innihaldslausrar skemmtunar, sem
þó var engin skemmtun. En hversvegna þá? Það geymir sálin. Sálin geymir svör
við svo mörgum spurningum. Spurningum sem aldrei verður svarað til fulls. Ein-
hversstaðar langt að innan koma raddir og vísa þessa leið. í skítinn, í sorann.
Hann hefur hlustað á óskýr hróp þeirra og hlýtt þeim. Hróp í uppreisn gegn hvers-
dagslífinu, deyðunni: Eg vil njóta, drekka, lifa af mætti og krafti. En er þetta
rétta leiðin? Hann efast, en finnur ekki aðra lausn. f þessum hugleiðingum geng-
ur hann eftir stígnum, þá lýstur allt í einu niður í huga hans minningu: Ég ætl-
aði að heimsækja stúlku. Ég var að hugsa um að fara til hennar Maríu. Hefði
það verið skemmtilegra ? Kannski hefðu verið hjá henni gestir, sem ég ekkert
þekkti. Ekki heimsækja fólk, sem maður þekkir lítið, þegar það eru jól. Nei, það
hefði verið leiðinlegt að sitja yfir henni, heimaölnu barninu. Hún hefur aldrei
hátt, aðeins brosir og talar falleg og meinlaus orð. En það er stolt og þótti yfir
henni. Einhver reisn, er hóf hana yíir hinar stúlkurnar. Hvort það var til að
sýnast ekki finna það, að hún var ekki eins falleg og sumar hinna vissi hann ekki.
Það var og honum fannst gaman að því. Hún var dálítið fjarlægari fyrir bragð-
ið og það hafði meiri merkingu að skiptast á augnatillitum við hana frekar en
hinar. Hún tók það alvarlega, líklega aðeins af reynsluleysi. Viðbrögð hennar voru
náttúrlegri, ekki eins tilgerðarleg og síður gerð til að vekja á sér eftirtekt. I
huga sínum hóf hann ’hana upp yfir hinar skólasystur sínar. Það var sem væri
í kringum hana hjúpur af kyrrara lofti. Hreyfingar hennar voru háttvísari og
ekki yfir þeim gelgjuleg óró vaknandi kynþroska, heldur þokkafull mýkt hins
unga lífs. Honum var fróun að hugleiða hana heldur en hrollvekjandi minningar
næturinnar. Hún hafði vakið tilfinningar í brjósti hans, ekki sterkar, engan ofsa
eða ljúfsára þrá. Hún var frekar annað skaut, er hann þurfti að vera tengdur.
TtMARITIÐ VAKI
71