Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 9
vill greina hana írá því sem á undan
hefur farið. Það vantaði viðmiðun til að
íá metið hana réttu mati. Ég gat ekki séð
einkenni hennar eða stœrð nema í sam-
anburði við þá list, sem fyrr hefur verið.
Kynni af gamla tímanum hvessa skiln-
inginn á þeim nýja. Við einlceg og for-
dómalaus kynni af liðinni tíð er betra að
átta sig á list dagsins. Hins vegar er eng-
inn vafi á, að heiðarleg viðleitni til skiln-
ings á því, sem er að gerast í list nútím-
ans, gerir menn hœfari til að glöggva sig
á fornri list, koma auga á það sem tjáði
svo ófallvölt sannindi, að verk hennar búa
með okkur jafn lifandi og þá er þau urðu
til.
Myndlist almennt
t allri rannsókn er beitt tveim reglurrr.
Önnur er sú, að ganga út frá hugmynd-
unum og athuga hvert samband þeirra
er við veruleikann. Hin er sú að kanna
veruleikann fyrst og leiða af þeirri rann-
sókn ákveðnar hugmyndir. Hvor þeirra um
sig líkist leið milli tveggja staða: Maður
hefur ekki kynnzt landinu fyrr en farið
hefur verið báðar áttir. Þannig eigum við
um tvennt að velja, er við stöndum and-
spœnis þessum torráða og margþœtta
veruleik, listinni, og œtlum að gera hann
að andlegri eign okkar, skilja hann, sigra
hann. Annars vegar getum við leitað til
þeirra hugmynda sem ríkjandi eru eða
hafa ríkt um listina; hins vegar má ganga
beint að listaverkinu, skoða það eins
gaumgœfilega og unnt er og draga af
þeirri rannsókn okkar eigin skilning á
henni. Göngum fyrst huglœgari leiðina.
*
Þrjár eru þœr greinir mannlegrar þekk-
ingar, sem einkum fást við list: Listasaga,
fagurfrœði og gagnrýni. Til þeirra ber að
leita um hjálp í rannsókn okkar. Án þeirra
er tœpast niðurstöðu að vœnta. 1 þessum
greinum hefur sameinazt öll rannsóknar-
viðleitni mannsins á sviðum lista frá því
er hann tók að gera sér grein fyrir til-
veru sinni, og þœr eru ávöxturinn af leit
hans um þessi svið. Eins og nafnið bendir
til, veitir listasagan upplýsingar um ald-
ur listaverka og höfunda þeirra: hún skip-
ar þeim niður í ákveðin tímabil, sýnir við
hvaða skilyrði, efnisleg og andleg, þau
voru unnin. Hún ber mönnum skoðanir og
hugmyndir listamanna liðinna alda um
verk sín, sem og þeirra manna er nutu
þessara verka og veitir þannig ómetan-
lega yfirsýn um fortíðina.
Fagurfrœðin fœst við hið fagra og
áhrif þau, sem það vekur í manninum, hið
fagra ekki fremur í list en í náttúrunni.
Hún er nokkurs konar heimspeki listanna
og reynir að skýra hversu náttúran og
verkin orka á hug mannsins. 1 dag er fag-
urfrœðin orðin ein grein sálfrœðinnar og
fœst einkum við hlutlœga rannsókn á á-
hrifum ákveðinna forma á skynvit manns-
ins.
Gagnrýnin leggur fyrir sig að meta
og vega gildi listaverks. En um leið og
hún gerist dómari leitast hún við að skýra
verkið, opna það augum skoðandans, hún
leiðbeinir honum, opnar augu hans fyrir
gildi þess og gerist á þann veg uppalari.
Gagnrýnin er því tengiliður listamanns
og almennings sem nýtur verka hans.
Það er fljótséð á þessari skilgreiningu,
að okkur er ekki auðið að sœkja langt
í leit okkar að inntaki listarinnar, ef við
njótum ekki leiðsagnar þessara þriggja
greina. Hver þeirra um sig felur í sér
markmið þeirrar leitar.
*
Við þurfum ekki langrar umhugsunar
við til að sjá, hversu snar þáttur listin
hefur verið í daglegu lífi mannsins á jörð-
inni allt frá upphafi vega. Tökum tvö
dœmi, tvœr andstœður: frummanninn og
nútímamanninn. Jafnskjótt og frummaður-
TlMARITIÐ VAKI
7