Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 74
Skjól, sem hann gat flúið til þegar illa blés og kalt, en líka brýning í mótviðri.
Hann hugleiddi hana oft þegar hann gekk heim eftir gleði kvöldsins, um leið og
hann dáðist að fegurð norðurljósanna. Því jafnvel hinn aumasti allra þarf að
eiga þau vé, sem hann getur kropið fyrir í auðmýkt hjartans. Stundum er það
hugsjón, trú, í tengslum við dul hinna hinztu raka. Stundum jarðnesk kona, er
umsveipuð hjúpi siðrænnar fegurðar stendur ræflinum í huga hans langtum ofar.
Hún er tákn, von, vissa um beti'a líf.
María, grannvaxin, léttstíg, með ljósrautt hár og íslenzk, blágrá augu eins
og þau eru fegurst.
o o °
Eftir dádegismat og skammir, sem ekki eru of miklar því að það eru jól,
reynir hann að leggja sig. Hann er ennþá óstyrkur og nýtur vökunnar ekki til fulls.
Á ég að halda áfram? Ég lofaði Sigga því. Skyldi hann vilja halda áfram?
Það er gaman að drekka, það hreinsar blóðið og stundum sér maður sjálfan sig
betur á eftir. Maður viðurkennir það sem skorti þor til að viðurkenna áður. Aðrir
segja meira en venjulega. Sumt sem maður skildi ekki áður skilur maður nú. In
vino veritas in aqua sanitas. Einar Gríms fór ekki heim, fölur, grannur og greind-
ur. Sennilega með minnimáttarkennd. Hann er horaður og drekkur mikið. Hann
sofnar við þessar hugsanir og þreyttur líkami hans fær hvíld.
° o
Þegar hann vaknar aftur er kolniðamyrkur í herberginu. Hann er endur-
nærður, en dálítið máttlaus og liggur um stund og hugsar. En kvöldið er kom-
ið og bezt að flýta sér til Sigga.
o o °
Pelinn er sjúskaður á svip, þegar Gestur lcemur til hans. Dofi svefnsins er
í augunum, og andlitið er gráfölt, hárið klesst og röddin rám og stirð.
Andskotinn, þetta var ljóti skepnuskapurinn þarna í gær; þú varst stung-
inn af, þegar ég vaknaði.
Ég læddist út til að vekja ekki svínið, hann lá eins og rotuð sýr.
Hefurðu ekki verið hálf slappur í dag?
Jú, heldur, svarar Gestur.
Já, blessaður góði, við hressum okkur á eftir, ég er búinn að tala við fugl-
inn, hann á nógar birgðir.
Þarf ekki að borga honum?
Allt í lagi, það má settla það seinna, hann er ekkert nízkur.
Þá er allt í lagi.
Pelinn þegir eins og hann þurfi að glíma við eitthvert leyndarmál, bítur á
vörina.
Heyrðu, viltu kók? spyr hann svo.
Áttu hann kaldan?
Já.
Komdu þá með hann, svarar Gestur.
TlMARITIÐ VAKI
72