Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 108
vonast ég til að varpa einhverju ljósi á
þær allar ef þær eiga sér nokkuð sam-
eiginlegt. Leita síðan eftir einhverju
svari við spurningu sem svo oft hef-
ur verið spurt: Hvað er list. En
til þess slík leit hafi minnsta gildi
verður að reyna að greina afstöðu
listarinnar til lífsins, skýra viðhorf
listamannsins til sjálfs sín og heimsins
utan hans og hverju þau eru háð.
* * *
Listin er sem einn hinna marghöfða
austurlenzku guða. Hvert höfuð er
markað eigin dráttum og bera þó öll
svip guðsins sem á þau. Listin er marg-
þætt heild, vera er talar margar tungur.
En ávallt er sama samband milli hugs-
unar og tjáningar talaðs orðs, hver sem
tungan er. Tjáningin sjálf er breyting-
um háð og á sér mörg gervi. Orðið hef-
ur aðra mynd í hverju máli, en hugsa
mennirnir ekki svipaðar hugsanir í
hverju landi og á hverri tungu, er ekki
líf þeirra háð næsta líkum skilyrðum
hvar á heimi sem er? Hver listgrein á
sér sína tungu, tækni sína, og túlkar
hugmynd listamanns samkvæmt henni.
Greinar listarinnar eru sem hliðar marg-
hyrnings, maður ræður heildina fynr
hliðarnar og fær þó aldrei séð nema
eina í senn. Veruleikinn birtist í mörg-
um myndum, hver listgrein fæst við
eina. Sumir eru jafnnæmir fyrir mörg-
um eða öilum, flestir fá ekki samið sig
djúpt nema að einni og velja hana ým-
ist til að taka við og skilja, njóta, ell-
egar til að kveða list sína í mót hennar.
Miðaldadómkirkja er alsett fagurlega
litum gluggum er breyta á þúsund und-
arlega vegu ljósinu sem berst inn um
þá og valda ótal blæbrigðum. Samt er
kirkjan eitt hús og eitt ljósið sem inn
um glerin berst....
Til að skýra betur þetta undarlega
samband greinanna við stofninn, skul-
um við rannsaka nánar afstöðu hvorr-
ar til annarrar þeirra listgreina sem
löngum voru taldar skyldastar vegna
þess þær mótuðu tjáningu sína í sama
efni, orð tungunnar.
Mismunurinn á ljóði og prósa liggur
ekki í djúpum undirstöðum listarinnar
sjálfrar, heldur í afstöðu listamannsins
til tjáningarinnar. Vitundin um inntak
tjáningarinnar er bundin öðru sviði
mannlegrar hugsunar og skyns, tónninn
er annar. Sama tónlist, sama stef verður
iðulega túlkað fyrir ólík hljóðfæri og það
liggur í augum uppi að hljómurinn verð-
ur breyttur og áhrifin á hlustandann
önnur eftir kröfu og eðli hljóðfærisins
sem leikið er á.
Ljóðið er bundnara persónu lista-
mannsins og innri reynslu, ef til vill er
innri baráttu hans greiðari framrás um
ljóð en prósa og því eðlilega munur á
inntaksskynjun. Hið persónulegasta,
innsta og óskýranlegasta í reynslu
manns og vitund, innblástur, órökbund-
inn skilningur leita ljóðs til tjáningar
sér; hið skýrara, ákveðnara, rökséða í
reynslu hans — það er tíðast sú reynsla
hans sem fremur er bundin ytri heimi:
reynsla af umhverfi og aðstæðum — er
auðbundnara í prósann. Á ljóði, ef það
er ljóð á annað borð, er ávallt keimur
pytunnar, meyprestsins er Appolló
fyllir vizku sinni myrkum orðum og hún
veitir fram án þess að grípa sjálf til
fullnustu merking þeirra. Ljóðið er ekki
í eðli sínu innstu rökhugsað, það er nær
upprunalegustum dráttum mannsins en
svo að hugsun þess sé bundin rökkröfum
hins skynsama vitsmunalífs. Ef svo
verður, tekur ljóð til sín nokkur ein-
kenni prósans og verður epískt, meiri-
hluti nýrri skáldskapar Islendinga er
TlMARITIÐ VAKI
106