Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 70
er laus við þreytuna, sem veik óttatilfinningin vekur, þegar gengið er á snjó.
Siggi tekur vel á móti honum og býður honum strax upp í herbergi til sín.
Heyrðu, viltu ekki sopa. Ég gat stolið smálögg af skota í gær.
Takk, en ekki mikið; ekki gott að drekka of margar tegundir.
Er hann ekki dásamlegur á bragðið? spyr Siggi.
Excellent, svarar Gestur og smjattar á hnossgætinu.
Við skulum klára þetta litla, sem er í flöskunni.
Gestur jánkar því og lítur í kringum sig í herberginu. Gamlar fjölskyldu-
myndir eiga illa við ljósa veggina. Grenigreinum hefur verið tyllt á þær og ein-
hver hefur nýlega brennt greni í öskubakkanum. Ilmurinn blandast vínlyktinni,
þægilegur og örvandi.
Borðaðirðu mikið? spyr Siggi.
Já.
Allt í lagi, við drekkum út. Mr. Bumbo býður, þeim gömlu var boðið í veizlu.
Þeir ljúka úr glösunum og ganga af stað.
Gestur, værirðu ekki til í að reyna þriggja eða fjögurra daga túr, afréttar-
fyllirí er það bezta sem til er?
Kannski, ekki splæsir Mr. Bumbo alltaf?
Nei, sá púki tímir því ekki, það er alltaf hægt að finna einhverja til að splæsa
í flösku. Það drekka allir sem geta.
Það væri gaman að reyna það. Ég hef aldrei drukkið nema kvöld og kvöla.
Fine, þá gerum við það. Einar Gríms fór ekki heim og drekkur víst áreið-
anlega, hann hefur að minnsta kosti flattið til þess. Þá reynum við hann á morgun.
o o °
Mr. Bumbo, en svo er Geir kallaður í sínum hópi, opnar gleiðbrosandi fyrir
þeim dyrnar og býður þeim inn. Hann er rauður í framan og augun gljá. Hann
er aðeins í skyrtu, ermastuttri og feitir handleggirnir titrandi af spiki falla slytt-
islega niður með síðunum.
Gerið svo vel, strákar, kokkteill, fínasti spiritus consentratus og amerískur
ávaxtasafi, allt eins og þið viljið, ef þið bara hagið ykkur eins og fínir menn.
í þessu herbergi er Mr. Bumbo kóngur. Allt er á rúi og stúi. Bækur, blöð og
allavega skræpótt tímarit. Meðfram einum veggnum er stór og breiður sófi, sem
hvílir þennan kjötmikla skrokk og alit sem honum getur fylgt. Við enda herberg-
isins er stórt borð og innan um allt draslið er stórt safn af jazzplötum. Þar er líka
að finna volduga bók, er inniheldur einkasafn af tvíræðum, myndskreyttum
skrítlum. Löngum undi Gestur sér við þessa bók en er nú orðinn leiður á henni,
finnst hún gróf og leiðinleg. Enda eru myndirnar gerðar fyrir ónáttúrlega ungl-
inga og gamia piparkarla, búna að glata allri von. Hann hefur meiri áhuga fyrir
þessum fáu plötum af spirituals og blues, sem Mr. Bumbo á. Einn hefur verið
settur á fóninn: Go down, Moses. síðan dapur, beiskjusár söngur: They nailed
Him on the cross. Allir þrír raula þeir viðlagið og drekka. Döpur tónlist heldur
áfram: Deep river. Þeir drekka stíft, samtölin ganga stirðlega, því að menn eru
ekki komnir í það skap, sem beðið er eftir. Þessvegna er um að gera að drekka,
reykja og bíða. Mr. Bumbo einn er glaður og reifur. En það gagnar ekki hin-
um, þeir eru ekki enn komnir í sömu tóntegund. Skammdegismyrkrið á ennþá
TlMARITIÐ VAKI
68