Vaki - 01.09.1952, Page 71

Vaki - 01.09.1952, Page 71
ítök í brjóstum þeirra. Þeir finna veturinn 1 gegnum gluggann, skynjunin fyrir umhverfinu er ekki orðin nægilega sljó. Þeir drekka, glös eru tæmd og fyllt á ný. Blandan er mismunandi sterk, eftir því sem hver heldur hann þoli. Brátt er vetr- inum stökkt á brott, og þeir finna sólskin suðlægri landa streyma upp um sig. En hinn heiðni guð vínsins neitar að veita einum þeirra af gleðinni. Sigurður er farinn að fölna. Ivannski ekki borðað nóg, en viljað drekka til jafns við hina. Allt í einu tekur hann kipp og það gusast upp úr honum. Hundspott, út, ekki æla á mín gólf, fram á klósett, rymur Mr. Bumbo, sem situr í stól við borðið með vínföngin fyrir framan sig. Siggi, sem kallaður er Pel- inn í vinahópi, stendur upp með samanklemmdar varir og reynir að halda niðri í sér máltíðum dagsins. Hann rambar fram. Andlitið er fölara en fílabein. Áfram, skrattakollur, ældu ekki á teppið í ganginum. Á meðan hann kúgast frammi sitja þeir fyrst hljóðir. Mr. Bumbo tekur að hlæja upp úr eins manns hljóði: Ræfillinn, hann þoldi þá ekki meira. Við skul- um drekka út á meðan. Gestur, skál í botn. Hann lyftir glasinu og horfir á það tilbeiðsluaugum. Bottoms up, Gestur. Gestur horfir á og drekkur. Glösin eru tæmd og Mr. Bumbo hellir í þau aftur svo að jafnmikið sé í þeim og glasi Pelans. Rétt á eftir kemur Pelinn, fár og skjálfandi. Séntilmenn eruð þið að drekka ekki á meðan ég er í burtu. Mr. Bumbo brosir að trúlyndi hins auma kunningja síns. Líður þér ekki betur núna. Það er alltaf hressandi að æla? Jú, strákar, gefið mér dálitla blöndu í glas, svo að ég geti skolað munninn, ég vil ekki hafa það sterkt. Gestur hellir í glasið hjá honum, hinn dreypir á því og leggur sig síðan í legubekkinn hjá Gesti. Sigurður lokar augunum hægt og ró færist yfir hann. Verstur djöfull að eiga ekki hvítan sálm að spila yfir honum, segir Mr. Bumbo. Kannski Fats dugi; hann var einu sinni kirkjuorganisti. Rám rödd negr- ans fyllir herbergið. Vesalingurinn í legubekknum dregur hægt andann. Allt í einu finnur Gestur að hann þarf að skreppa fram. Hann stendur upp, riðar og dett- ur aftur. Djöfull, ertu dauðadrukkinn, maður? spyr Mr. Bumbo. Nei, bara smávegis. Hann stendur upp aftur og kemst þá leiðar sinnar. Þú verður að hressa þig eftir ferðina, segir Geir, þegar hann kemur aftur. Kannski, segir Geir dræmt, en tekur glasið, sem að honum er rétt. Bezt að reyna að klára það. Það er h'tið eftir, í botn, svo ekki meir, hugsar hann með sér. Hann pínir víninu ofan í sig og hallar sér síðan aftur og langar mest til að sofna. Hann lokar augunum og finnst hann vera að detta ofan í hyldýpi. Það er myrkt gímald sem opnast og það þýtur fyrir augum hans. Skelfingin læsist um hann og til þess að flýja hana opnar hann augun. Á veggnum gegnt honum blas- ir við sérkennileg myndasamstæða. Líkamsæfingar í myndum. Sterklegur karl- maður í lítilli lendaskýlu í alls konar afkáralegum stellingum. Karlinn er farinn að hreyfa sig. Vöðvarnir hnykklast og iða undir húðinni. Gestur horfir lengi á karlinn fullur aðdáunar á hraustlegum og fögrum lík- TlMARITIÐ VAKI 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.