Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 93
Það verður að finna samlífinu og þess-
um óþrjótandi, sífelldu andstæðum og
mótsögnum form. Engin kerfi, engin
reglugerð, og allra sízt bönn verða tíl
að skapa það. Lög og siðir lifa svo lengi
sem einstaklingurinn finnur sér stað og
á lieima innan vébanda þeirra. En sé
svo ekki lengur verða þau að líflausum
fyrirmælum og dauðum bókstaf.
Skólaþingið er til mótunar hins sam-
eiginlega lífs og til að vaka yfir því að
það haldist hreint og óspillt. Það er ekki
einföld stæling, engin eftirherma póli-
tískra lýðræðisstofnana fullorðinna. Það
á sér djúpa merking og mikið gildi í lífi
Óðinsskógs. Hér eiga börnin að læra að
talast við og þó einkum: að hlusta hvert
á mál annars. Og þetta er list sem Þjóð-
verjar standa ekki framarlega í. (Þeir
eru enn fylgismenn hins endalausa ein-
tals!) 1 skólafélaginu á mönnum að lær-
ast að ræða andstæður og jafna mót-
sagnir hlutlægt og hleypidómalaust og
einkum þó beizkjulaust. Það skiptir ekki
máli að hafa rétt fyrir sér, heldur að
fram komi og gerist það, sem rétt er.
Af dæmi skólafélagsins verður ef til
vill bezt skýrt hvernig frelsinu er hátt-
að hjá okkur. Til dæmis er sú ákvörðun
tekin með frjálsri atkvæðagreiðslu að
inna af hendi ákveðið verk. Síðan er
það ekki lengur bundið geðþótta ein-
staklingsins, hvort hann tekur hendi til
verks eða ekki. Hann verður að hlýða.
En hann þarf ekki blint að hlýða ó-
skiljanlegu og aðfengnu lögmáli, heldur
sinni eigin ákvörðun.
Einnig hlýðni og frelsi snúa bökum
saman.
Að loknu langar mig til að fara nokkr-
um orðum um menntunartakmarlc óð-
insskógarskóla. Er minnzt var á tak-
mörkun námsefnis og námsgreina hlýt-
ur sú hugsun að hafa vaknað með mörg-
um lesanda, hvort almennrar mennt-
unar sé yfirleitt leitað við slíka kennslu.
En við trúum nú einu sinni ekki að
kennsluáætlanir æðri skólanna sem þær
eru í dag hafi orðið til með sköpun
heimsins og séu jafnóhverfular sem
hann.
Hin svonefnda almenna menntun er
löngu orðin æði slitið klæði. Við álítum,
að þess gerist engan veginn þörf að
menn „verði að vita“, það er að geyma
í minni allt það, sem sett var á
kennsluskrá menntaskólanna um og
eftir 1900. 1 stað þekkingar er nái
yfir yfirborð vill Óðinsskógarskólinn
þekkingu er risti djúpt; og hafi verið
unnin með eigin vinnu. En til þessa þarf
tvennt: 1) Að nemandinn hafi tíma til
þess og 2) að honum verði ekki þeytt
um allt sem verður að vita, eins og gert
hefur verið til þessa. I staðinn verður
að koma vandlátt úrval nokkurra meg-
inása og gatnamóta þekkingarinnar,
með öðrum orðum: takmörkun náms-
efnis og námsgreina eru nauðsynlegar
kröfur við nútímaskóla og óhjákvæmi-
leg skilyrði. Það skiptir meginmáli að
nemandinn kafi djúpin, reyni að ná til
uppsprettnanna sjálfra, þar sem hver
námsgrein stendur í nánum tengslum
við hinar, þar sem liver ruímsgrein getur
orðið að aðalfagi, getur hlotið mannlega
skírslcotun, orðið húmanistísk.
Einn þáttur í menntunarhugsjón Óð-
insskógarskóla er sá, að ekki sé einung-
is knúð á hugarkrafta og intellektuella
getu mannsandans. Einnig listrænu öfl-
unum, músískum kröftum mannsins,
mótandi og skapandi afli handarinnar
er íðhugsunin leysir úr læðingi skal beitt
í þágu þessarar menntunar. Þetta leiddi
til stofnunar þeirrar skólagreinar er
fyrrum var getið og við köllum verk-
námsskóla. En einnig utan þessarar á-
kveðnu greinar skólans hlýtur starf
handarinnar einkar veglegan sess.
TlMARITIÐ VAKI
91