Vaki - 01.09.1952, Page 93

Vaki - 01.09.1952, Page 93
Það verður að finna samlífinu og þess- um óþrjótandi, sífelldu andstæðum og mótsögnum form. Engin kerfi, engin reglugerð, og allra sízt bönn verða tíl að skapa það. Lög og siðir lifa svo lengi sem einstaklingurinn finnur sér stað og á lieima innan vébanda þeirra. En sé svo ekki lengur verða þau að líflausum fyrirmælum og dauðum bókstaf. Skólaþingið er til mótunar hins sam- eiginlega lífs og til að vaka yfir því að það haldist hreint og óspillt. Það er ekki einföld stæling, engin eftirherma póli- tískra lýðræðisstofnana fullorðinna. Það á sér djúpa merking og mikið gildi í lífi Óðinsskógs. Hér eiga börnin að læra að talast við og þó einkum: að hlusta hvert á mál annars. Og þetta er list sem Þjóð- verjar standa ekki framarlega í. (Þeir eru enn fylgismenn hins endalausa ein- tals!) 1 skólafélaginu á mönnum að lær- ast að ræða andstæður og jafna mót- sagnir hlutlægt og hleypidómalaust og einkum þó beizkjulaust. Það skiptir ekki máli að hafa rétt fyrir sér, heldur að fram komi og gerist það, sem rétt er. Af dæmi skólafélagsins verður ef til vill bezt skýrt hvernig frelsinu er hátt- að hjá okkur. Til dæmis er sú ákvörðun tekin með frjálsri atkvæðagreiðslu að inna af hendi ákveðið verk. Síðan er það ekki lengur bundið geðþótta ein- staklingsins, hvort hann tekur hendi til verks eða ekki. Hann verður að hlýða. En hann þarf ekki blint að hlýða ó- skiljanlegu og aðfengnu lögmáli, heldur sinni eigin ákvörðun. Einnig hlýðni og frelsi snúa bökum saman. Að loknu langar mig til að fara nokkr- um orðum um menntunartakmarlc óð- insskógarskóla. Er minnzt var á tak- mörkun námsefnis og námsgreina hlýt- ur sú hugsun að hafa vaknað með mörg- um lesanda, hvort almennrar mennt- unar sé yfirleitt leitað við slíka kennslu. En við trúum nú einu sinni ekki að kennsluáætlanir æðri skólanna sem þær eru í dag hafi orðið til með sköpun heimsins og séu jafnóhverfular sem hann. Hin svonefnda almenna menntun er löngu orðin æði slitið klæði. Við álítum, að þess gerist engan veginn þörf að menn „verði að vita“, það er að geyma í minni allt það, sem sett var á kennsluskrá menntaskólanna um og eftir 1900. 1 stað þekkingar er nái yfir yfirborð vill Óðinsskógarskólinn þekkingu er risti djúpt; og hafi verið unnin með eigin vinnu. En til þessa þarf tvennt: 1) Að nemandinn hafi tíma til þess og 2) að honum verði ekki þeytt um allt sem verður að vita, eins og gert hefur verið til þessa. I staðinn verður að koma vandlátt úrval nokkurra meg- inása og gatnamóta þekkingarinnar, með öðrum orðum: takmörkun náms- efnis og námsgreina eru nauðsynlegar kröfur við nútímaskóla og óhjákvæmi- leg skilyrði. Það skiptir meginmáli að nemandinn kafi djúpin, reyni að ná til uppsprettnanna sjálfra, þar sem hver námsgrein stendur í nánum tengslum við hinar, þar sem liver ruímsgrein getur orðið að aðalfagi, getur hlotið mannlega skírslcotun, orðið húmanistísk. Einn þáttur í menntunarhugsjón Óð- insskógarskóla er sá, að ekki sé einung- is knúð á hugarkrafta og intellektuella getu mannsandans. Einnig listrænu öfl- unum, músískum kröftum mannsins, mótandi og skapandi afli handarinnar er íðhugsunin leysir úr læðingi skal beitt í þágu þessarar menntunar. Þetta leiddi til stofnunar þeirrar skólagreinar er fyrrum var getið og við köllum verk- námsskóla. En einnig utan þessarar á- kveðnu greinar skólans hlýtur starf handarinnar einkar veglegan sess. TlMARITIÐ VAKI 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.