Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 25
FAUVISMI: Vlaminck, Gata í Marly-Le-Roi.
er sagan um stríð einstakra manna eða
hópa, þrotlaust og oft fórnfúst, gegn hvers
konar kreddum og hleypidómum. Allar
þessar nýju stefnur, þessir ,,ismar" eru
eingöngu heiti, oft og tíðum blekkjandi, á
baráttunni fyrir endurnýjun myndeining-
anna til að hefja hin nýju viðhorf til vegs.
Til þess að skilja baráttu þessa er bezt
að líta á hana sem heildarátak, en ekki
SURREALISMI: Chirico, Interno.
um of sem œvintýri vissra manna, og alls
ekki sem tilraunir einar til þess að vera
öðru vísi en aðrir, hneyksla borgarana
eins og sumir vilja halda.
Upphafs hinnar nýju listar er að leita
á árunum milli 1870 og 1880, er hinir svo-
neíndu impressionistar hreinsuðu til á lita-
spjaldinu, settu nýja og ferska liti í stað
hinna brúnu og myrku sem þar höfðu ver-
ið fyrir. Þótt tilgangur þeirra sjálfra kynni
að hafa verið annar, hefur þessi stað-
reynd mest gildi fyrir tímann sem á eftir
kom, enda fyrsta skeið á ferli hinnar nýju
listar. Það fór ekki hjá því að ungir menn
sem fengu slíkt litaspjald upp í hendurn-
ar, rœkju augun fyrst og fremst í litinn
og möguleika hans. Kringum 1907 sýna
nokkrir hinna ungu manna árangur þess-
arar viðleitni á nýstofnuðum listasal, Salon
d'Automne í París. Svo vanir voru menn-
irnir orðnir myrkrinu að dagsljósið skar þá
í augu. Menn álitu þá brjálaða og kölluðu
þá les Fauves, villidýrin, og nafnið festist
við þá.
TlMARlTIÐ VAKI
23
KÚBISMI: Picasso, HöfuS.