Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 20
FLÖTURINN: Hellismálverk: frá Spáni.
LlNAN: Paul Klee, Leikur á vaini.
þriðja lagi sjón okkar á það. Þannig grein-
ist tœkni málarans í þrennt.
Fyrsti þátturinn snýr einvörðungu að
efninu sem slíku, ósnortnu litaefninu, strig-
anum og penslunum.
Annar þátturinn snýr að sérstökum hug-
lcegum eiginleikum efnisins sem eiga
samt, eins og á dularfullan hátt, tilveru
óháða efninu.
Þriðji þátturinn snýr að málaranum
sjálfum, hinum ýmsu sérstœðu hœfileik-
um hans, sem listþráin notar til þess að
koma sýn sinni á framfœri við myndflot-
inn.
Þœttir þessir eru einsog hús, sem mál-
arinn verður að byggja áður en íbúar
þess taka sér þar bólfestu, en það eru
þúsundir blœbrigða lífskynjunar hans
handan allrar skilgreiningar.
1.
Frekari skýringar á eðli efnisins sem
slíks eru óþarfar hér. Þekking á litardufti,
olíum, strigagerðum, pensilhárum og öðr-
um tœkjum málaralistarinnar er ómiss-
andi hverjum málara, en utan sviðs í þess-
ari rannsókn.
2.
Hvort sem menn hafa í list sinni snúið
sér til náttúrunnar og gert hana að frum-
kvöðli verka sinna ellegar leitað að leynd-
um dómum málverksins sjálfs, reka þeir
sig á sérstök frumform eða einingar, sem
þeir verða að taka tillit til. Hvort sem þeir
eru aðdáendur endurreisnartímabilsins
eða nútímalista, hljóta þeir ávallt að rann-
saka þessar mystísku frumur málverks og
náttúru: Um leið og málari snertir striga-
flötinn með penslinum fœðast af litarefn-
unum fyrirbceri sem greinast í tvo höfuð-
flokka, form og lit. Formið er stœrðfrœði-
legs eðlis, liturinn vísindalegs. Formið er
rúmfrœðilegt, liturinn er ljósfrceðilegur. En
stœrðfrceðin er grunnur vísindanna.
Undirstöðustœrðir málverks eru þcer
sömu og flatarmálsfrœðinnar: punktur,
lína, flötur og rúm. Fyrsta snerting við
TIMARITIÐ VAKI
18