Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 33
Jón Stefánsson: Skúlaskeið.
hófst í lok miðalda. Þá dagaði hér uppi
stíla og stefnur fyrri alda, vegna þess að
þjóðin hafði ekki fœri að halda uppi kynn-
um við framvinduna í menningu megin-
landsins. Ástœðurnar til þess eru kunnar.
Þœr œttu að vera mönnum ein sönnun
þess, hversu háð listin er efnahagslegri
og pólitískri afkomu hverrar þjóðar, og
þœr œttu að brýna fyrir þeim um leið
nauðsyn þess að smáþjóð hafi stöðugt
samband við það sem kvikast er í list
hinna stœrri menningarþjóða. Smáþjóð-
in fœr ekki safnað þeim auði, seiri dregur
til sin merkustu menningartœkin og skap-
ar þann jarðveg sem er skilyrði blómlegu
listalífi. Slík fullyrðing er hvorki aðfengin
né svífandi hugmynd. Hún er lifandi orð.
Hugsum til þeirra ungu manna, er fóru
til náms í skugga hnignandi aldar. Hug-
ur þeirra stefndi eflaust hátt eins og allra
œskumanna, en sogaðist niður í svaðið
af óviðráðanlegum ytri ástœðum. Þeim
var ekki fengin sú varðstaða, sem hagur
þeirra og þjóðar þeirrar allrar var undir
komin: að gœta sjálfstœðis, að gœta heið-
us, að gœta lífs hennar.
Sú hefð hefur komizt á að skipa list í
tvo flokka: listiðnað og fagrar listir. Ef
verkið sem listin hefur setzt að í er nýti-
legt á veraldlegan mœlikvarða, leir-
krukka, hnífur eða stóll, telst það til fyrri
flokksins, en sé það aftur á móti í engan
stað nothœft í þeim skilningi, telst það
TlMARITIÐ VAKI