Vaki - 01.09.1952, Page 67

Vaki - 01.09.1952, Page 67
Vetrarrós ÞORVARÐUR HELGASON Næturnar eru vei’star. Þegar öllu er lokið og hann er aftur einn. Einn með sínar eigin hugsanir, sínar eigin ásakanir. Glaumurinn er þagnaður. Hann gengur. Samt finnst hon- um sem hann heyri við og við drykkjuskvaldur, raus og glasaglaum. Það kemur eins og í bylgjum og skellur á eyrunum. En svo hljóðnar það aftur og deyr, hverfur út í þögult myrkrið, kalt vetrarmyrkrið. Hann gengur, snjórinn deyfir skóhljóðið eða eyrun nema það ekki. Allt í einu er þögnin rofin, að baki hon- um heyrist í bifreið og hann sér glampann. Hann heyrir hlátur, ung stúlka hlær. Hann skynjar vínblæinn í hlátrinum. Hugsanir hans snúast gegn þessari ungu stúlku. Engan vínhlátur meir. Hann fyllist ógleði. Ógleði, sem virðist eiga sér jöfn upptök í meltingarfærum og höfði. Hún dreyfist út urn allan líkamann, svitinn sprettur út á honum og hendurnar titra þegar hann ber kuln- aðan vindlinginn upp að vörunum. Hann finnur óbragð af honum og hendir hon- um frá sér. En þrátt fyrir alla ógleði og magnleysi verður hann að halda áfi’am. Áfram. Ljósin í götunni, sem hann gengur eru dáin. I myrkrinu eru húsin þungbúin, þau rísa há yfir hann, til beggja handa. Há og myrk. Hann finnur til ótta. Stórir kvistirnir slúta fram, líta niður á hann. Þeir eru eins og höfuð á heljarstórum dómurum. Þöglum dómurum, sem horfa á hann köldum augum áfellis og rannsóknar. Þöglir vii’ðast þeir bíða eftir, að hann segi eitthvað sér til varnar. Þeir vita sök hans. Sjálfur finnur hann sekt sína og þegir. En þögn- in er verri en nokkur orð. Tilfinningin er dýpri. Hann skynjar gleggra en þó ásökunin væri klædd í orð. Þögn, sem ekkert í’ýfur nema hljóðlátt fótatak hans á snævi þöktu strætinu. Brátt er hann kominn að brekkunni. Hún rís á móti honum, bi’ött og löng. en hér eru húsin vingjarnlegri. Það ei’u ljós á staurunum, sem lýsa upp göt- una. Húsin eru bai’a hús. Vingjarnleg, brún, gul og grá hús. Óttinn hverfur smám saman. Hann er kominn heim. Hann opnar hægt hliðið, svo ískri ekki í því, það íski’ar í því og nístir hann í gegn. Hann stígur á stéttina. Blómin meðfram henni eru löngu dáin, aðeins litlár snæviþaktar þústir. Það er ekki ljós í neinum glugga. Kjallaradyi’nar eru opnar. Þegar hann er kominn að stiganum sezt hann í hann og horfir fi’am fyrir sig í rauðgulri birtunni fx-á veggjunum. Augun leita TlMARITIÐ VAKI 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.