Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 48

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 48
ir taki eftir því, veik og harðúðug merki þess, að ég hef verið henni trúr, dýpst í óskilj- anleikanum. Látið mig ekki snúa mér of snemma við. * ★ Ekkert virðist mér mikilvœgara á þessum tímum en að greina milli kvœðisins sem samsafns bókmenntalegra venja og skáldskaparins. I rás aldanna hafa menn búið til nokkrar reglur í skáldskap og haldið, að með því hafi þeir fundið, að vísu ekki hið eina, heldur hið varanlegasta form málsbyggingar með því hlutverki að túlka skáld- lega reynslu. Sú trú, að rím og hrynjandi í sjálfum sér eigi mikið mótstöðuafl gegn tímanum, virðist mér vera einber blekking. Kínversk smáljóð í óbundnu máli hafa lifað af allcr breytingar engu verr en marmarasonnettur, vegna þess að hœfni þeirra til að túlka skáldlega reynslu var ekki minni. Þá endingu, sem við höfum leitazt við að tryggja með ytri mnemotekniskri tœkni, hafa þessi ljóð síðar tryggt með andríkari hœtti, með samþjöppun. Orvalið, sem öll andleg starfsemi er komin undir, er í þeim gert til hins ýtrasta. Allt ér höfuðatriði. Þess vegna er allt létt í þeim eins og ilmblœr. Skáldskapurinn getur aðeins komið fram í bókmenntunum iklœddur orðum. Ná- kvœmasta skilgreining, sem við getum gert á ljóði, sem er skáldskapur, er þá þessi: röð orða, sem birta okkur skáldskapinn. Við eigum aftur völ á öllum möguleikum. Það, sem ég skrifaði hér að ofan var ófullnœgjandi. Það vœri aðeins rétt, ef skáld- ið notaði orð, sem vœru óbreytanlegar tjáningar tilfinninga og hugmynda. Orð, sem stœðu öllum til boða og gerðu í rauninni skáldið óþarft. Þegar þú segir hafið, sé ég að vísu þá höfuðskepnu fyrir hugskotssjónum mínum lit, glit og þunga. Ef til vill tengi ég þvi líka hugmynd um reginblindu, sífœðandi afl, svala og einmanaleik, en þá sérstöku tilfinningu, sem þú vildir vekja með mér og það tákn, sem þú vildir trúa mér fyrir, þekki ég ekki enn. En bœttu við nokkrum orðum, þá verður til eitthvað, sem er óhjákvœmilega meira en röð sundurlausra orða: heildin, sem þú vilt, að ég sjái og finni. Jafnvel án þess, að þú reynir að tengja orðin saman, tengjast þau hvert öðru. Slíkt er hið lifandi eðli þeirra. Þau tala saman. Ljóðið er samtöl orðanna, en ekki orðin í sjálfum sér. Það, sem var á milli þeirra, áhrif þeirra hvert á annað. Það skapaðist af gagnkvcemum skiptum þeirra. Að yrkja er að fela orðunum að halda uppi sérstöku samtali. Rétta skilgreiningin á ljóði, sem er skáldskapur, verður því að vera: straumur orðasambanda, sem birta okkur skáldskapinn. * * Æ skýrara birtist mér sem eðlismunur milli manns og náttúru, að einungis maður- inn skapar form, sem eru yfirgefin hús. Skamma stund aðeins var lífið þar til húsa sem dvalargestur, nú standa þau auð eftir, en heldur þó áfram að fjölga. Dauðir geta af sér dauða. Það er öryggisleysið mikla, sem hefur vald á okkur, að formum mannsand- ans er sífellt ógnað: þau geta misst gildi sitt. I náttúrgnni er hins vegar allt samhengi, varanleiki og óbilandi hœfni til endur- TlMARITIÐ VAKI 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.