Vaki - 01.09.1952, Síða 49

Vaki - 01.09.1952, Síða 49
tekningar. Þar eru form og líf eitt og hið sama. Þau gista ekki hvort annað, þau verða aðeins greind sem ein heild. Því eru öll form ndttúrunnar okkur heilög, að þau geia aldrei orðið ósönn. Utan okkar er aðeins líf, sem getur af sér líf. I þessu fullkomna samrœmi forms og lífs er fólgin uppspretta alls skdldskapar og alls mannlegs eðlis. Til þess að öðlast hlut í henni leitum við til ndttúrunnar, ekki af neinu öðru. 1 skini hennar verður náunginn okkur lifandi, ekki sem handhafi þessara eða hinna eigin- leika, heldur sem eining forms og lífs. öðru trúir mikil höggmyndalist okkur ekki íyrir, þegar hún sýnir okkur nakinn mannslíkamann. Hún skrifar í rúmið, að form og líf eru eitt. Hún hvíslar að þér: þú ert! ódeilanlegur . . . Hvílíkri þjáningu veldur okkur þá, að formin, sem við sköpum, myndirnar, sem við búum okkur til, hlutu aðeins á einstaka hamingjusömum stundum fingursnertingu samrunans, þrumuna, sem fer um skáldskaparlistina. Eilíf viðleitni knýr okkur áfram, ekki til að leita nýrra forma vegna formanna, held- ur til að finna túlkun lífs. Okkur er neitað um hinn óþrotlega hœfileika náttúrunnar til endurtekningar, þess vegna skiptum við um form: til þess að storkna ekki í því, sem er dautt. Hafið sendi þér kveðju öldufallsins í óþekktum orðum. Skínandi og sínýr var sól- arsöngur engisprettunnar í djúpi grassins. Aðeins ljóð þitt gat sölnað af elli. Gat dáið í frosti endurtekningarinnar. Þegar form var notað í skáldskap, varð það ósatt. Það dó dauða vanans. Þú verður að hafa hugrekki til að hafna skáldskapnum, ef þú vilt gerast verður þess að vera tceki hans. Skáldskapurinn forðast hið skáldlega. Hann lœtur ekki freista sín. Eg tala um skáldskap, en geri ekki tilraun til að útskýra hann fyrir þér. Þekking mín á honum er aðeins grunur, því að hann snýr sér undan um leið og hann gefst okk- ur á vald, til þess að við sjáum ekki andlit hans. Þess vegna eru örlög listamannsins þau, að flytja þér boðskap, sem er innsiglaður fyrir honum sjálfum. Hann heldur, að hann greini óljósa drœtti hans, meiri vissu öðlast hann aldrei. Enginn getur útskýrt fyrir þér eðli skáldskaparins. Við getum aðeins talað um þann búning, sem leyndardómurinn birtist í, ekki um leyndardóminn sjálfan. En ég vil taka í hönd þér og leiða þig fram fyrir auglit hans. Líttu upp. Sjáðu! Þegar ég horfi á kalkmálverkin í Saint-Savin eða myndteppið Einhyrningsveiðin í Munchen, þá veit ég, hvernig mig dreymir að ljóð mitt skuli vera. Þessi einfaldi, frjálsi og lifandi stíll, svo opinskár og indœll með mildri hörku. Að bœta blaði eftir blað á tré án smámunalegs natúralisma, en með andríkri sannri list. Þetta tré ber œttarmót með þér og mér, það er gert af nœrri því beinum línum með veikum bogum, sem lyfta því og opna það fyrir ljósinu, sem það ber á laufenni sínu, hið óskynjanlega látbragð þrár og vaxtar. Hœgra megin í myndteppinu stendur minna tré. Stevns hefði getað gert það. Allt er augljóst, og allt bíður. Það neyðir þig ekki til að taka eftir sér, en ef þú vilt sjálfur koma nœr, gengur þú inn í undursamlegan heim, þar sem allt er stórfeng- legt. Þú ert gagntekinn skínandi veruleika, sem birtist í táknum. TlMARITIÐ VAKI 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.