Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 112
Gotnesk kirkja.
leitast við að finna samfélag gervallrar
listar.
Það er oft gott að taka söguleg dæmi
til skýringar. Þau eru nægilega langt í
burtu til að valda ekki deilum, nægi-
lega liðin til þess að skammsýni okkar
um eigin öld nái ekki að spilla yfir-
sýninni. Fyrir nokkrum öldum dró allt
þjóðfélag og því allar listir lífsanda í
krafti einnar hugmyndar, sem var trúin
á almáttugan, alvitran og algóðan guð,
skapara alls sem er og æðsta herra þess
er allri veru héldi í sinni hendi. Og allar
listgreinar lýstu þessari trú, raunar voru
í þessari trú, hún var þeirra líf. Næst-
um hvert verk er þeir skópu átti rætur
í trúnni og varð til fyrir hana. Listin
reisti himingnæfar kirkjur, brenndi
sögu Krists í marglit gler, málaði boð-
skap Krists á veggi og altari, skar iíf
Krists í tré og hjó í stein. Bach og Pal-
Le Corbusier, svissneski stúdentagarðurinn
í París.
estrina sömdu messur, kórala og sálma,
Eysteinn munkur kvað Lilju meynni
Maríu, móður guðs til dýrðar, munkar
Frakklands rituðu Gullinskinnu, píslar-
saga drottins kristinna var leikin á
strætum og gatnamótum. Jafnvel hið
veraldlega, öldin öll bjó í faðmi yfir-
náttúrlegrar sannfæringar. Ójarðbund-
inn lífsskilningur var undirstöðuviðhorf
aldarinnar allrar, líf manna sem líf list-
anna, er tjáðu hann, hvert sem form
þeirra var.
Ég hef valið þetta dæmi því ef til
vill gefur hvergi í sögunni að líta slíkt
samræmi í lífi manna og hugsun. Lífs-
skilningur aldarinnar, trúin var til í
túlkun rökfastrar og samkvæmrar kenn-
ingaheildar eða kerfis. Sannleikurinn
var til, og hafði vei'ið óbreyttur frá ó-
munatíð, mundi vera óumbreytanlegur
til loka tímans. Allt sem lífsanda dró,
jafnvel dauð náttúran bjó í skugga þessa
sannleiks. Augu listamanns og sál voru
því tæpast myrkvuð óttanum, einkenni
öryggislauss heims, né efasemdum um
gildi lífsins. Hann var fjarri angist ef-
ans sem okkur er runnin í merg og bein
í dag, þekkti ekki nauðsyn leitar að huld-
um sannleik, sem ef til vill er ekki til,
hugmyndin um hann þjóðsaga úr forn-
eskju. Heilsteypt þjóðfélag, samfellt
TlMARITIÐ VAKI
110