Vaki - 01.09.1952, Side 112

Vaki - 01.09.1952, Side 112
Gotnesk kirkja. leitast við að finna samfélag gervallrar listar. Það er oft gott að taka söguleg dæmi til skýringar. Þau eru nægilega langt í burtu til að valda ekki deilum, nægi- lega liðin til þess að skammsýni okkar um eigin öld nái ekki að spilla yfir- sýninni. Fyrir nokkrum öldum dró allt þjóðfélag og því allar listir lífsanda í krafti einnar hugmyndar, sem var trúin á almáttugan, alvitran og algóðan guð, skapara alls sem er og æðsta herra þess er allri veru héldi í sinni hendi. Og allar listgreinar lýstu þessari trú, raunar voru í þessari trú, hún var þeirra líf. Næst- um hvert verk er þeir skópu átti rætur í trúnni og varð til fyrir hana. Listin reisti himingnæfar kirkjur, brenndi sögu Krists í marglit gler, málaði boð- skap Krists á veggi og altari, skar iíf Krists í tré og hjó í stein. Bach og Pal- Le Corbusier, svissneski stúdentagarðurinn í París. estrina sömdu messur, kórala og sálma, Eysteinn munkur kvað Lilju meynni Maríu, móður guðs til dýrðar, munkar Frakklands rituðu Gullinskinnu, píslar- saga drottins kristinna var leikin á strætum og gatnamótum. Jafnvel hið veraldlega, öldin öll bjó í faðmi yfir- náttúrlegrar sannfæringar. Ójarðbund- inn lífsskilningur var undirstöðuviðhorf aldarinnar allrar, líf manna sem líf list- anna, er tjáðu hann, hvert sem form þeirra var. Ég hef valið þetta dæmi því ef til vill gefur hvergi í sögunni að líta slíkt samræmi í lífi manna og hugsun. Lífs- skilningur aldarinnar, trúin var til í túlkun rökfastrar og samkvæmrar kenn- ingaheildar eða kerfis. Sannleikurinn var til, og hafði vei'ið óbreyttur frá ó- munatíð, mundi vera óumbreytanlegur til loka tímans. Allt sem lífsanda dró, jafnvel dauð náttúran bjó í skugga þessa sannleiks. Augu listamanns og sál voru því tæpast myrkvuð óttanum, einkenni öryggislauss heims, né efasemdum um gildi lífsins. Hann var fjarri angist ef- ans sem okkur er runnin í merg og bein í dag, þekkti ekki nauðsyn leitar að huld- um sannleik, sem ef til vill er ekki til, hugmyndin um hann þjóðsaga úr forn- eskju. Heilsteypt þjóðfélag, samfellt TlMARITIÐ VAKI 110
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.