Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 36
Kristján Davíðsson: Kona.
Við nánari athugun á verkum og starii
frumherja listar nútímans á Islandi verður
þegar fyrir manni sú staðreynd, að þeir
urðu að leita í sama farveg list sinni til
framdráttar og starfsbrœður þeirra að
fornu, að svo miklu leyti, sem leyfilegt er
að kalla þá starfsbrœður: smiði og tré-
skurðarmenn, handritaskreytara og bók-
bindara. Allir verða þeir að sœkja mennt-
un og þekking til erlendra linda, velja og
hafna eftir því sem þörfin krafði þá. Á
sama hátt og gotneski stíllinn var tekinn
til fyrirmyndar um alla listiðju á Islandi
í lok miðalda, verður impressionisminn í
Evrópu í lok nítjándu aldar helzti aflgjafi
fyrsta nútímamálverks á Islandi. Lands-
lagsdýrkun impressionismans ásamt eðli-
legri ást Islendingsins á stórbrotinni nátt-
úru lands síns eru sennilega orsakir þess,
að sjónir eldri málaranna á Islandi, þeirra
er helzt hafa mótað smekk almennings,
hafa beinzt að landslaginu nœstum einu.
Þegar hin gagnkvœmu skipti, sem verða
að vera á milli vinnu og listar, eru höfð
í huga, er kannski enn skiljanlegra dá-
Valtýr Pétursson: Á svörtum grunni.
leiðsluvald fjallanna í landi, þar sem ekk-
ert verk varð til að draga augun frá þeim,
ekkert fagurt hlutfall í húsi, breidd torgs
eða lengd strœtis, engin höggmynd, eng-
inn skreyttur veggur, varla húsgögn eða
skrautgripir. Einungis þessi endalausa
auðn, svipt þeim blikuhjúpi, sem annars
staðar hindrar augað að leita um of í
fjarskann, það hcettir þannig að dvelja
við umhverfið, hœttir jafnvel að setja sig
í samband við sýnina sem fyrir það ber.
Er ný hús tóku að rísa og þorp og bœir
að myndast í landinu, drógust sjónir þeirra
kynslóða, er komu eftir frumherjana smám
saman að sambýlinu og fjarlœgðust land-
ið í þeim skilningi að fjöllin voru ekki
lengur einráð. Atvinnulífið, heimilið, hlut-
irnir, maðurinn einn þeirra, náðu meiri
tökum á athygli myndlistamannanna
Hins vegar verða aðrir örðugleikar á vegi
TlMARITIÐ VAKI
34