Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 84
hallar sér yfir vögguna þangað til hann finnur að hún stendur í dyrum og horf-
ir á hann.
Finnst þér hann ekki sætur?
Mér finnst hann fallegur. Hvað er hann gamall?
Hann er átta mánaða.
Vildir þú eiga svona barn?
Vildir þú það, segir hún brosandi og gengur að vöggunni.
Já, svona fallegt barn.
Þau horfa bæði um stund á barnið þangað til hún rýfur þögnina.
Ivaffið er tilbúið, komdu niður.
Hún hefur lagt á borð fyrir þau niðri í stofunni. Þau drekka kaffið þegjandi
og hugsa hvort fyrir sig.
Viltu ekki gera svo vel að fara upp, ég kem svo.
Hann fer upp og bíður.
Eftir stutta stund kemur hún aftur með ávexti og býður honum.
Þakka þér, en María, viltu ekki spila fyrir mig á eftir, þegar við erum bú-
in með þetta?
Helzt ekki.
Jú, gerðu það. Þú þarft ekki að hafa svo hátt að barnið vakni.
Jæja, kannski.
Þau fara inn í herbergið þar sem flygillinn er. Hún kveikir á tveim litlum
vegglömpum, er gefa frá sér daufa birtu. Hún sezt við flygilinn og leikur fyrir
hann preludiu eftir Debussy, tæra, án ástríðu og hita. Síðan leikur hún annað
rómantískara verk, sem hann þekkir ekki, líklega eftir Chopin.
Hann hallar sér aftur og lokar augunum og lofar tónunum að flæða um hug-
ann. Brjóst hans tekur undir sterka, tilfinningaríka hljóma. Þó er hugurinn ekki
fullkomlega á valdi tónanna. Hann undrast leik hennar. Hann undrast hitann og
kraftinn, sem býr í þessum ungmeyjarlíkama. Frá höndum hennar streyma þung-
ir hljómar, óróleg lína, eins og ástríða ólgi undir, öðru hvoru slær hún ákveðna
harða hljóma. Þeir orka á hann eins og köll, hróp út í rökkur stofunnar. Sjálfur
verður hann órólegur og hefði sjálfur kosið fleiri preludiur eða jafnvel Bach.
Þannig leikur hún áfram. Undir lokin kennir hann sársaukablandins trega í verk-
inu. Hann finnur að hún leikur af næmri tilfinningu. Mjúkur, en ákveðinn á-
sláttur hennar töfrar fram tregafulla hljóma sem að lokum deyja út. Hún stíg-
ur ekki af pedalanum, lofar síðasta hljómnum að deyja, hægt og eins og kvala-
fullt. Á eftir þegja þau bæði og horfa fram fyrir sig. Það var ekki þetta, sem
hann ætlaðist til. Hann vildi vera laus við ástríður, sársauka og trega.
Hann finnur til sömu kennda og þegar dóttir Strætisins söng þunglyndislega og
hrjúft: Kveðið á sandi. Umhverfið var líkt, það er að segja birtan. Hér er allt fínt
og fágað. Þannig hugsar hann; sjálf slær hún tón og tón, skala, eins og hún ætl-
ist til einhvers af honum, að minnsta kosti að hann geri vai't við sig.
Þakka þér fyrir; þetta var vel leikið, segir hann um leið og hann stendur
upp og gengur til hennar. Hún einblínir fram fyrir sig.
Það fer að koma kvöldmatur, ég verð að fara að fara.
TlMARITIÐ VAKI
82