Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 64

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 64
En aftur á móti myndir eins og Le Silence de la Mer og Jeanne d’Arc yrðu mjög leiðinlegar á sviði, þær eru aðeins kvikmyndir, gerðar af sannri kvik- myndalist. Samt sem áður verða menn að muna, að kvikmyndir, sem ekki eru þannig, þurfa ekki að vera slæm list, en slíkar myndir eru ekki hreinar kvik- myndir. Sennilega er réttast að skýra betur frá einni af hinum ,,hreinu“ kvikmyndum, t. d. Le Silence de la Mer. Myndin er byggð á sögu eftir Vercor um mót- spyrnuhreyfinguna í Frakklandi í síð- asta stríði. Þýzkur liðsforingi er vistað- ur hjá Frakka, sem býr með systurdótt- ur sinni. Þjóðverjinn er tónlistarmaður og elskar Frakkland og allt, sem franskt er, djúpri, sannri ást og reynir að miðla þeim af ást sinni, en þau líta á það sem skyldu sína, að standa á móti og neita að tala við hann og jafnvel að viðurkenna tilvist hans. 1 fyrstu er Þjóðverjinn særður, en virðir þau fyrir hugrekki þeirra. Fyrst segir 'hann aðeins gott kvöld, þegar hann kemur heim á kvöld- in, en fær ekkert svar. Smám saman fer hann að flytja fram eintöl, kvöld eftir kvöld kemur hann og segir þeim frá ást sinni á Frökkum og hvernig þeir muni aftur verða mikil þjóð. Og hann talar um framtíðarvonir sínar sem tónlistar- manns, ást sína á Bach, Beethoven og Hándel og hinum miklu frönsku rithöf- undum o. s. frv. Á yfirborðinu þykjast þau ekkert vita af honum, en þau hlusta í leyni og stúlkan uppgötvar, að henni er farið að þykja vænt um hann. En dag nokkurn fer liðsforinginn til Parísar og uppgötvar, að hinir þýzku vinir hans hafa breytzt, þeir tala nær eingöngu um að eyðileggja allt, sem franskt er, brjóta á bak aftur franskan anda og nýjar að- ferðir til að framkvæma þetta. Honum verður ljóst, að draumar hans munu aldrei rætast, að Þýzkaland er í hvassri andstöðu við allt, sem franskt er og Frökkum tilheyrir. Niðurbrotinn hverf- ur hann aftur heim til þeirra og ákveð- ur að fara til vígvallanna, því hann get- ur ekki lengur horft framan í gamla manninn og systurdóttur hans. Gildi myndarinnar felst í auðgi dul- inna tilfinninga, hinni ósögðu ást stúlk- unnar og Þjóðverjans, virðingu gamla mannsins, hruni skýjaborga liðsforingj- ans o. s. frv. Þessum áhrifum er náð með hægri, nærfærinni töku, stúlkan mælir aðeins örfá orð af vörum í allri mynd- inni, og gamli maðurinn aðeins stutta skýringu og eina eða tvær setningar, samt segir þögn þeirra meira en margar síður af samtölum. Þegar myndin byrjar og Þjóðverjinn kemur er kvöld, dyrnar opnast og skuggi hans er ógnandi á veggnum. Hann geng- ur inn og verður illa við, þegar húsráð- endur taka þegjandi á móti honum. Vandræðalegur reynir hann að tala við þau, en það er árangurslaust. Síðar, þeg- ar hann talar um tilfinningar sínar, verður andrúmsloftið mildara og við- kunnanlegra. Þó að þau mæli ekki orð frá vörum og andlit þeirra séu sviplaus, þá vitum við, að þau hlusta. Myndavél- in finnur eins og dáið bros, smávægilega hreyfingu. Einu sinni hefur Þjóðverj- inn yfirgefið herbergið og vélin fer að gamla manninum, sem reykir hugsandi við eldin, hún sýnir hendi hans, er hann réttir frá sér yfir logana. Það sést hvernig eldurinn hitar hendina, því að fingurnir réttast mjúklega og manni finnst sem ylurinn umvefji gestinn. Aft- ur, á meðan Þjóðverjinn er að tala, fer myndavélin varfærnislega um herberg- ið, eins og hún vilji leggja áherzlu á orð hans, staðnæmist um stund við stúlkuna, þar sem hún situr þögul og saumar, nótnabókin er opin á hljóðfærinu, hlýja TlMARITIÐ VAKI 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.