Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 82

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 82
sæki hana, hina ungu, ósnortnu Násíku, ljóshærðu stúlkuna L,jómalind. Rósina hans 1 hreti og hreggviðri vetrarins. Með föstum ásetningi gengur hann til baka. Það má sjá það á göngulagi hans að hann hefur markmið í huga. Hann lítur björtum augum á umhverfið. 1 öllum þessum húsum býr fólk, fólk, sem á sér sína eigin sögu og sinn tilgang. Fyrir hann á dagurinn framundan líka tilgang. En þegar hann kemur heim, spyr móðir hans undrandi hvar hann hafi verið. Hann svarar, að hann hafi setið að spilum með kunningjum sínum. Nóttin hafi ekki reynzt nógu löng. Það dugar og vandamálið er þar með leyst. Hann fær frið til þess að safna kröftum. Hann er dálítið eftir sig, en andinn er ákveðinn að sigra alla erfiðleika. Þegar hann hefur lokið snæðingi bíður hann góða stund eft- ir tækifæri til að nota símann án þess að aðrir heyri til. Það gefst ekki. Þá bið- ur hann móður sína, að segja að hann sé ekki heima, verði um hann spurt. Síðan fer hann upp í herbergi sitt og les. Tíminn líður og að því kemur að hægt er að fara í heimsókn. • O ° Fábrotnar minningar rifjast upp fyrir honum, þegar hann kemur í hverfið, sem hún á heima í. Örfáar saklausar heimfylgdir fyrir augliti stjarnanna. Á milli þeirra var alltaf frost vetrarins, í mesta lagi rofið af stuttu handtaki. Þau komust lengst í tilfinningaríku viðmóti, þegar þau töluðu um sameiginlega hrifn- ingu sína á listaverki, bók, mynd, ljóði eða lagi. Það gat verið að stundum örlaði þá á táknmáli, lausleg minni, sem hefði mátt tengja við þau sjálf. En það var alltaf óljóst og slíkar hugmyndir flugu samstundis brott eins og hrelldir fuglar. Húsið er að mestu dimmt, þegar hann kemur að því. Ljós í tveim herbergj- um uppi, hann veit að annað er hennar, niðri er aðeins ljós í ganginum. Hann er ekki laus við hjartslátt, er hann gengur stíginn upp að húsinu. Hvað vill hann þessari stúlku, dóttur góðborgarans sem ekki má vamm sitt vita í neinu? En hví ekki, er það ekki einmitt hún, sem á að taka á móti honum? Andstæðan. Hver veit nema hún sjái hann í rómantískum ljóma heims, sem hún ekki þekkir? Hver veit nema það kitli hégómagirnd hennar að fá heimsókn hans? Við þessar hugleiðingar styrkist hann og hringir bjöllunni fastákveðinn, öruggri hendi. Hún kemur sjálf til dyra. Hún er í einföldum ullai'kjól, inniskóm og hárið fellur laust niður herðarnar. Það hleypur daufur roði fram í kinnarnar, þegar hún sér hann og varkárt bros læðist yfir andlitið. 1 augunum er vottur af feimnis- legri undrun. Sæll, — gleðileg jól. Sæl, — sömuleiðis. Má ég bjóða þér inn? Þakka þér fyrir. Gerðu svo vel; ég skal taka af þér frakkann. Á meðan hún segir þetta hefur færzt yfir hana öryggi. Á ég að bjóða þér upp til mín eða inn í stofu? Upp, segir hann. Hún gengur á undan og slær til höfðinu svo laust hárið flaksast til. Það er ekki mikil kvenleg opinberun í göngulagi hennar. Mjaðmirnar eru ekki breið- TÍMARITIÐ VAKI 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.