Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 77
fast og raula hver fyrir sig og reyna að henda ónotum hver í annan. En það eru
máttlaus ónot. Jón, sá fyllsti rambar á barmi grafarinnar og það er orðið ó-
merkilegt, lífefnafræðilegt atriði hvenær hann fer yfrum. Hann hlýtur að gera
það. Yfir svip Einars Grímssonar kemur öðru hvoru bros — hann jafnvel hlær
og hristir sig þá allan. Pelinn er orðinn stífur, en þó ekki farinn að fölna. Gest-
ur er ennþá með minnst vín í blóðinu og horfir með talsverðri meðvitund á fé-
laga sína. Allt í einu kemur geysileg roka frá Einari, öskurhlátur, svo þeir hrökkva
allir við. Hann steytir hnefann með glasið í hendinni framan í einhverja ósýni-
lega veru í loftinu. Ég skal ekki fara í hundana. Eftir allt skal ég. . . . Heyrið
þið það, aumingjar og asnar. Ég skal sigra. Síðan hlær hann, hlær holt.
Væru eyru þeirra næmari, heyrðu þeir nú þrusk í herberginu við hliðina.
Það er barið á dyrnar og þær eru opnaðar um leið. 1 dyrunum stendur kven-
maður, einhversstaðar milli tvítugs og fertugs. Hún er í slitnum rauðbrúnum
kjól, víðum í hálsinn og helzti of stuttum. Hún er með rytjulegt, svart hár, sem
minnir meir á húsgagnastopp en mannshár. Andlitið er gráfölt af illu líferni,
og varirnar bera þennan annarlega lit, er kemur fram, þegar litlausar varir, sem
hafa einhverntíma verið málaðar, eru að missa síðasta vottinn um lit, — annars
væru þær grárri en andlitið. 1 augunum enginn sársauki, engin þjáning, engin
kvöl, ekkert. Augu, sem hafa verið svipt öllum tengslum við mannlega von. Það
er vart skiljanlegt að hægt sé að sjá með þeim. En hún sér. Röddin er löngu
slitin og máð.
Hæ, strákar, eigið þið eitthvað að súpa? segir hún uppgerðarlega, til þess
að reyna að falla inn í samkvæmið.
Komdu, elskan mín, og seztu hérna; nóg vín, vín eins og þú vilt. Þrátt fyrir
allt er eitthvað eftir af kvenleika í hreyfingum hennar. Hún sezt prúð á legu-
bekkinn og krossleggur fæturna, og með hreyfingu, sem löngu er orðin fölsk og
tilgangslaus, aðeins gamall vani, lyftir hún hárinu frá hnakkanum.
Eigið þið eitthvað að reykja?
Gestur horfir furðu lostinn á konuna. Hann hefur aldrei fyrr setið augliti
til auglitis við kvenmann úr Strætinu. Hann hefur aðeins séð þær úr fjarska og
lítið skynjað af djúpinu sem er á milli Austurstrætis og Hafnarstrætis. Nokkur
skref sem hægt er að ganga í sólskini eða stjörnubirtu og komið í annan mann-
heim.
Einar fálmar eftir sígarettu á borðinu. Gestur kemur auga á eldspýtustokk,
hremmir hann og kveikir í fyrir hana.
Takk fyrir, segir hún. Mikið er þetta prúður piltur, bætir hún við stillilega,
og daufur glampi sést í augunum, eða ef til vill aðeins endurspeglun frá kert-
inu. Og hún reynir að brosa. Hann finnur það að í þessum orðum er dómur. Hann
er ungur skólapiltur sem á gæfuna framundan, maður af öðru tilverusviði. Þrátt
fyrir vínið sem er í líkama hans, þrátt fyrir aumt ástand hans í nútíðinni, þá á
hann fortíð, og það sem mest er um vert, framtíð. Síðan segir hún jafn kurt-
eislega og áður: Gætuð þið gefið mér eitthvað að drekka.
Gestur seilist eftir glasi Jóns. Það liggur á gólfinu og hefur oltið um eftir
að eigandinn hafði ekki lengur not fyrir það. Hann réttir fram glasið svo Ein-
ar geti hellt í það. Blandara? spyr Gestur.
TlMARITIÐ VAKI
75