Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 35
Snorri Arinbjarnar: Frá Skagaströnd.
jarðar. Engin listiðn var fyrir hendi, er
fcer vceri um að taka á móti hinum nýju
viðhorfum og falla saman við þau, hvoru-
tveggja til styrktar og án þess að greindi
í mótin. Gegnir sama máli um listina sem
um önnur fyrirbœri þjóðfélagsins á þeim
tíma, er losnar um allar ófrelsisviðjar og
ný gróska kemur í líf þjóðarinnar sam-
fara bœttri efnahagslegri aðbúð og vax-
Þorvaldur Skúlason: Kona.
andi sjálfstœðisvitund. Stökkbreyting list-
arinnar er samstíg öðrum þáttum þjóðlífs-
ins. Eðli og orsakir þessara byltinga eiga
sér sömu forsendur, kostir þeirra og gallar
þeir sömu.
Það mœtti jafnvel líkja byltingu listar-
innar við þá sem varð á samgöngum
landsins á þessari öld. Menn hafa einung-
is fram til þessa fundið til meiri þarfar
fyrir bíla og flugvélar en málverk og högg-
myndir. Fyrir því hefur bylting samgangn-
anna orðið öllum þorra manna auðskild-
ari en hin.
Jón Þorleifsson: Grjótprammi á Reykjavíkurhöfn.
til myndlista. Var þá við því að búast, að
listhugsun þjóðarinnar hrapaði snögg-
lega niður á stig frummannsins, þótt um
algerlega ný viðhorf vceri að rœða til
efnis og forms? Varla. Að þessu leyti verð-
ur að álykta, að fyrsti vöxtur myndlistar
á Islandi hafi verið eðlilegur, þótt hún fceri
á mis við ella sjálfsögð, frumstceð stig og
langa og hcegfara þróun. Vandi frum-
herjanna var meðal annars fólginn í þvi,
að þeir voru landnámsmenn jafnframt því,
að þeir bjuggu fyrir í landinu. List þeirra,
list okkar í dag, ber óafmáanleg einkenni
þess, að upphaf hennar er eins og í lausu
lofti, það er byggt niður fyrir sig, byrjað
í hugmyndinni og henni þrýst niður til
TlMARITIÐ VAKI