Vaki - 01.09.1952, Side 90

Vaki - 01.09.1952, Side 90
börnin. Um átta leytið fá allir sér árbít saman, en eftir það á að taka til í her- bergjunum og búa um rúmin, og ljúka því fyrir kl. 9. Síðan heldur kennslan áfram til hádegisverðar, um kl. 1, og að honum loknum er hvíldartími til kl. 3 og gengið strangt eftir því að hvíldin sé haldin. Sé veðrið verulega gott er hvíldartíminn gefinn frjáls til útidval- ar. Klukkan 3 hefjast síðdegisverkin. Hver nemandi er frjáls að kjósa sér eitt eða fleiri vinnufélög. I áætlun skólans eru boðin um 25 ólík starfs- eða athafna- svið. Má telja starf í hinum ýmsu verk- stæðum skólans og vinnustofum, list- rænt starf, málverk og teikning, mótun og föndur, garð- og byggingarvinnu (í fyrra byggðum við okkur sundlaug), íþróttir, kappleiki, víðavangsleiki, tón- list, leiklist, verklega eðlis- eða efna- fræði og svo framvegis, allt í frjálsum starfs- eða vinnufélögum. Ef til er einhver, sem ekki vill kjósa sér grein úr þessu fjölbreytta úrvali, ber honum engin skylda til þess. Hann má láta sér leiðast. Leiðindin hefjast miklu fyrr, einkum meðal yngri barna, heldur en þau hefðu búizt við, sem ekki eru hrifin af vinnunni. Blærinn yfir vinnunni og nytsemi hennar og vitræn tilhögun hafa áhrif skjótlega. En einn- ig leiðindin bera í sér skapandi kraft. Að minnsta kosti meiri en sífelld kúg- un og nauðung af hendi fullorðinna. Er síðdeginu hefur verið varið á þenn- an hátt er snæddur kvöldverður um hálf-sjö-ieytið. Á kvöldin fara fram ýms- ar skemmtanir, eftir því hvaða dagur er. Einu sinni eða tvisvar vikulega kem- ur fjölskyldan saman undir forsæti fjöl- skylduföðurins. Þá er leikin tónlist, les- ið upp, leiknir leikir, eða, meðal hinna eldri, rætt og rifizt um alla skapaða hluti milli himins og jarðar. Einu sinni í viku fara fram tónleikar, hlustað á stofutónlist í túlkun nemenda og kennara. Á sunnudagskvöldum kemur skóla- félagið saman til „hátíðar". Kennarar, nemendur, gestir eða einhverjir kunnir menn, sem er boðið í þessu skyni, segja frá því, sem þeir hafa lifað og reynt, tala um reynslu og vanda í starfi sínu, ræða hin miklu vandamál líðandi stund- ar, pólitísk og félagsleg, eins og þeir reyna þau í starfi sínu og lífi, eins og þau birtast þeim í verki þeirra. Ivvöldhátíðin er opinn gluggi að heim- inum. Skáld og listamenn koma fram í verkum sínum. Þar eru birtar hugsanir hinna miklu hugsuða allra þjóða, verka- manna friðarins og félagslegs réttlætis, þeirra er börðust fyrir skilningi meðal þjóða. Kvöldhátíðin er vettvangur, „where pilgrims meet“, eins og einka- ritari Gandhis sagði okkur, er hann heimsótti okkur á ferð sinni um Ev- rópu og bjó okkur með indverskri speki þeim andans vopnum, er fá varið mann gegn stríðsæsingum hinna stóru og vold- ugu . . . Á nokkrum slíkum kvöldstundum lýsti höfundur þessara orða lífi íslenzks fólks, fegurð íslenzkrar náttúru og leit- aðist við að kynna eitthvert brot af auðgi íslenzks skáldskapar og íslenzkrar sögu og sagna. Eitt sinn var spennandi kvöldstund um „björgunarafrek við Látrabjarg" fyrir yngri börnin, sem oftast hafa sína eigin hátíð sér, annað skipti enn hugtækari (ef slíkt var hægt) frásögn af hvarfi íslenzkrar flugvélar og björgunarleiðangri á Vatnajökli. — Þessar fáu bendingar verða að nægja til að leiða einmitt íslenzkum lesendum fyrir sjónir hver sé tilgangur þessara sunnudagskvölda: Þau eru raunveruleg- ar kvöldvökur, eins og ég lifði þær oft á Islandi. Stund til að hugsa um og TlMARITIÐ VAKI 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.