Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 14
RENISANS: Titian, Kristur borinn til grafar.
Annar meistari þessa tímabils og uppi
um miðbik þess var franski málarinn
Poussin. Hann skilgreinir málaralistina
þannig: „Hún er eftirmynd af öllu, sem
séð verður undir sólinni, gerð í línum og
litum á einhvern flöt. Takmark hennar er
unaðurinn."
Að lokum er rétt að geta þeirra fagur-
frœðilegu hugmynda, er ríkja þegar tíma-
bilinu lýkur undir aldamótin. síðustu, en
þau eiga ennþá ítök í hugum margra
manna og liggja enn til grundvallar hin-
um viðurkenndu skilgreiningum á listinni.
1 örvœntingarfullri leit þessa lokaskeiðs að
inntaki í list sinni og styrk frá fortíðinni,
einkum blómaskeiði tímabilsins, ber
franska fagurfrœðinginn og sagnfrœðing-
inn Taine einna hœst. Hann segir á ein-
um stað: „Tilgangur listaverksins er að
birta einhvern höfuðeiginleik með því að
ganga út frá mikilvœgri hugmynd, birta
hann á skýrari og fullkomnari hátt en
hlutirnir gera sjálfir. Listin nœr þessu
marki með því að nota samstœðar heildir
tengdar innbyrðis, en breytir samrœm-
inu milli þeirra á kerfisbundinn hátt. f
hermilistunum þremur svara þessar heild-
ir til hluta náttúrunnar."
Listin er að vísu að stcela það, sem
listamaðurinn hefur þegar séð í náttúr-
unni, honum og öðrum til ánœgju. En
þarmeð er ekki allt sagt. Því hún er fyrst
og fremst ummyndun þeirra áhrifa, sem
hann verður fyrir af henni og orka djúpt
á sál hans, útrás þeirra í efni og form er
binda þau og gera varanleg. Listamaður
má ekki láta blekkjast af ytra borði hlut-
anna, heldur verður hann að kanna dýpt
þeirra og innri veruleik.
Göngum nú beint framan að sjálfum
verkunum. Skoðum, njótum og rannsök-
um allt í senn. Fyrsta einkenni myndar
er líking hennar við eitthvað í náttúrunni.
Þetta er sú staðreynd sem augljósust er
um hverja mynd, jafnt þótt hún sé háab-
strökt. Kröfur sumra manna ná þó aldrei
lengra. „Nákvœmlega einsog...." Eðli
myndlistarinnar sjálfrar ber í sér neitun
slíkrar kröfu. Höggmynd af manni í grá-
stein er fyrst og fremst steinn, grár og
kaldur, af honum stafar ekki hita holds
og blóðs.
Þá er því borið við, að það séu hlutföll-
Ljósmynd af einu mótífi Cezanne's.
Málverk af sama mótífi.
TÍMARITIÐ VAKI
12