Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 80

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 80
Siggi tekur Gest undir hönd og leiðir hann af stað. Hægum, sveigmiklum gangi fara þeir um göturnar. Ertu ekkert að lagast? spyr Siggi. Gestur, sem hefur fengið töluvert meiri rænu við að komast út, svarar: Nei, hvert erum við að fara? Við förum eitthvað, ekki er hægt að fara með þig heim svona. Nei, ekki heim, drafar í honum. Við skulum koma eitthvað þar sem við getum setzt. Já, segir Gestur hlýðinn og vill láta leiða sig allt annað en heim, fyrir aug- lit móður sinnar. Eftir langa göngu koma þeir að hörðum steinbekkjum á stór- um hól og setjast þar og hvíla sig. Af máttleysi líkamans lyppast Gestur niður og situr í snjónum og eys honum með höndunum. Siggi horfir á og brosir. Hann er að byrja að þynnast upp, tekur því pelann og fær sér hlýju niður fyrir brjóst- ið, svo honum verði ekki líalt. Þegar þeir hafa setið þarna góða stund og Sigurði orðið það fullljóst að þennan pilt verður ekki farið með heim til móður sinnar nærri strax, vill hann leggja af stað aftur. Reyndu að standa upp, Gestur. Hann fer að brölta og kemst brátt á tvo jafnfljóta. Gestur tekur utan um Sigga og þeir leggja af stað. Hveft ætlar þú með mig? Við heimsækjum stelpurnar. Stelpurnar, hugsar Gestur, og man óljóst eftir vinkonum þeirra, sem stundum eru heimsóttar undir slíkum kringumstæðum. Stúlkur, sem líkna slíkum unglingum um nótt eru góðar stúlkur. Gamlar skólasystur, er búa í húsi ríkra foreldra, sem oft eru ekki heima og þá er hægt að njóta gleðinnar í friði. I kvökl eru þær einar og bíða eftir riddurum næturinnar. Og það koma tveú'. Annar reiðir hinn næstum um öxl, hræ, vínhræ. Það er huslað í stórum, mjúkum legubekk og hlúð að því. Stór og feit stúlka í slopp og einhverju af nærfötum kemur og strýkur honum um hárið og lagar púðana undir höfði hans. Hann sér brjóstin slúta fram, þrýstin og mjúk, og höfgum ilmi slær fyrir vit honum. En skynjunin er öll í höfðinu, laus við allan losta. Hann nýtur mjúkra, fylltra formanna og vill strjúka með drullug- um höndum sínum þessa fjársjóði móðurlegrar umhyggju. En honum er bannað það mildilega, í augunum sér hann ljóma, blik, sem minnir hann óþægilega á, að hann er karlmaður, er kona væntir einhvers af. Hann hrekkur við innan í sér og tilfinning barnsins er rifin og tætt í sundur. Hann langar til að gráta inni í sér og láta engan sjá, en hann er maður og það er ætlazt til annars af honum. Þegar hann hefur hvílzt þara góða stund og er farinn að jafna sig, jafn- vel að skjálfa, er hann beðinn að standa upp og fá sér hressingu með Sigga. Frammi í stofunni er bjart og hlýtt, Siggi er seztur að borðum þegar Gestur kemur inn með hroll drukkins víns í skrokknum. Gerðu svo vel, Gestur, fáðu þér sæti, segir sú holduga. Takk, svarar hann og sezt. Það er stjanað við hann og honum er allt boðið og hann þiggur það allt. Hon- um dettur í hug að þannig fari gamlir og útlifaðir karlar með hórur, sem þeir TfMARITIÐ VAKI 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.